VARÚÐ, ÞESSI ÞRÁÐUR ER ÆTLAÐUR ÞEIM SEM HAFA SÉÐ NÝJUSTU HARRY POTTER MYNDINA!

Ræðið hvernig ykkur fannst myndin…

Mér fannstu hún ekkert spes, ekki slæm en heldur ekki léleg.
Fannst mjög skrítið hvernig Slughorn var, alltaf iðandi og með einhvern kipp í auganu, og á tímabili hélt ég að hann væri baraperri. Sérstaklega í sumum samræðum með honum og ákveðnum lykilpersónum.

Fannst lélegt að þau slepptu jarðarförinni, mikið sem mér fannst var sleppt, en jarðarförin var the ultimate blow fyrir mig. Crucial moment þegar Harry ákveður að halda áfram verki Dumbledores.

Ef ég þyrfti að gefa henni einkunn þá væri hún 7,5 - 8,0.

Ræðið…

Bætt við 16. júlí 2009 - 18:52
Vill bæta því við að ég var virkilega ánægður með Micheal Gambon og hans leik. Hann var rosalegur í þessari mynd.