Nú ætlar okkar heittelskaði vinur, Hollywood, enn einu sinni að klúðra hlutunum fyrir Harry Potter aðdáendum. Eins og einhverjir eflaust vita voru síðustu tvær myndir bannaðar innan 13 ára í Bandaríkjunum. Nú hefur kvikmyndaeftirlitið þar í landi leyft 6. myndina fyrir alla aldurshópa.

Ég tel mig ekki einan um þá skoðun að nokkur atriði í bókinni voru í óhugnanlegri kantinum og voru það oft lykilatriðin(lokaatriðið og hellaatriðið t.d.). Hvað verður eiginlega um þau atriði?

En jæja, ég ætla svo sem ekki að rakka myndina niður áður en ég sé hana. Það er bara eins gott að hún verðir góð. Nýjasta fréttin er samt ekki allt og góð að mínu mati.
Veni, vidi, vici!