Það getur verið að þessi spurning hafi komið hér síðan bók 7 kom út og verð ég að biðjast afsökunar ef svo er. Anyway nú er ég enn og aftur að lesa bókina og maður tekur alltaf eftir einhverju nýju í hvert skipti sem maður les hana.

Það sem ég er að spá í, gaf Rowling einhverja útskýringu nákvæmlega afhverju það að segja nafn Voldemorts lyfti ekki öllum göldrunum af Grimmauld place? Það er nokkuð víst að Voldemort gerði það strax og hann fékk ráðuneytið á sitt band þar sem Rowle og Dolohov eltu þau þrjú eftir brúðkaupið.

Nú jafnvel þó ég geti sætt mig við að hugsanlega hafi galdrar Grimauld Place verið nægilega sterkir til að jinxið hjá Death Eaters virkaði ekki að aflyfta öllum varnargöldrunum sem Mr.Black og OotP gerðu, þá skil ég ekki heldur afhverju Voldemort fékk ekki að minnsta kosti að vita að þau þrjú væru í Grimmauld place(hann sendi bara fáa Death Eaters til að fylgjast með staðnum í byrjun).

Anyway talaði Rowling einhverntímann um það sem ég hugsanlega missti af?
Betra seint en aldrei