Mútta mín var að lesa í Fréttablaðinu að 7.myndin yrði mögulega í tvem hlutum því að aðdáendur bókanna hafa kvartað yfir því hvað það kemur lítið fram í hinum myndunum. Ég veit að ég er hræðilega svartsýn þegar kemur að HP-myndunum (og flestum myndum gerðar eftir bókum) en ég efast um að gæðin verði mikið meiri. Allar hinar myndirnar hefðu líka þurft að vera langar til að maður fengi eitthvað samhengi í þær allar!

Svo var ég að ímynda mér samræður milli handritshöfunda og leikstjóra…
Handritshöfundur 1: “Hvernig verður svo með seinustu myndina? Eigum við að klippa út aðra hverja eða þriðju hverju blaðsíðu eða bara taka út nokkra kafla?”
Handritshöfundur 2: “Æi, verðum við ekki að hafa eina mynd í næstum því réttri lengd? Þetta er nú einu sinni í seinasta skiptið sem við getum grætt á þessum krökkum, þangað til við gerum mynd um foreldra Harrys.”
Leikstjóri: “Ég veit! Höfum hana í TVEM hlutum! Þá gerum við aðdáendur ánægða OG við græðum! Allir þurfa að sjá bæði fyrri og seinni hlutann svo að það koma helmingi fleiri í bíó!”
Handritshöfundur 1: “Sniðugt! En fáum við samt ekki leyfi til að láta inn okkar eigin hugmyndir og taka út hugmyndir Rowling? Bara til að myndin verði eins og hinar.”
Leikstjóri: “Jú, að sjálfsögðu.”

(Svo var “Handritshöfundur 2” rekinn fyrir að leggja fram þá hugmynd að gera almennilega mynd).

Bætt við 19. janúar 2008 - 16:51
En endilega reynið að halda þessu svo til spoiler-fríu. Maður veit aldrei hverjir hafa ekki lesið bókina og ég nenni ekki að fá fullt af fólki vælandi yfir því að maður hafi eyðilagt fyrir því endirinn. (En það fólk ætti frekar að eyða tíma sínum í að lesa bókina heldur en að vera hér innan um spoilerana).