Ég hef verið að taka eftir því að fólk er að segja að tilgangslausasta dauðsfallið var annað hvort Lupin og Tonks eða þá Hedwig. Eruð þið búin að gleyma Colin Creevy?
Það var enginn tilgangur með dauða hans en það var alveg tilgangur með hinum.
Tonks og Lupin dóu til að endurspegla ævi Harrys í Teddy(Hræðilega orðað ég veit það), ástæða dauða Fred var reyndar bara áfallið, það hefði verið frekar erfitt fyrir þau 3 að dröslast með Hedwig, Peter dó þegar hann uppgvötaði að Harry bjargaði lífi hans og hætti að reyna að kirkja hann, Skröggur Illaauga (Mad-Eye Moody) dó við að hann var að hjálpa Harry og áfallið var mikið fyrir þau sem vissu af því og svo var auðvitað fullt af fólki sem dó því það var fyrir Voldemort eða gerði ekkert gagn fyrir hann(Gregorovitch, Grindelward, Skrimgur o. fl.) og við vitum öll tilgang dauða Bellatrix og Voldemort.

En þegar Harry sá Colin dauðan þá var hann bara svona: Yeah whatever, reyndar var hann að fara að deyja en samt, það var ekkert minnst á dauða hans nema þetta smáræði.
Að mínu mati var þetta einn stærsti galli við bókina með því að Rowling hefði átt að gera einn kafla í viðbót sem mundi segja hvað hefði gerst næstu daga(Jarðarfarirnar, Harry/Ginny o. fl.)Takk fyrir mig og ég afsaka stafsetninga/málfræði villur
Sabbath