Sælir hugarar, ég er hérna með spurningu frá vini mínum, gömlum hugara að nafni homerjsimpson sem skrifaði hérna á sínum tíma einn umdeildasta og vinsælasta spuna sem íslensk vefsíða hefur augum litið á, en hann hefur átt smá aukatíma afsíðis og er að spá hvort það sé áhugi fyrir framhald af magnþrungnum spunanum hans, Mistery's revenge of Golgendor, en hann skildi eftir þráðinn í 6. kafla og skildi aðdáendur eftir gapandi af spenning eftir næsta kafla en því miður komu aðrir hlutir í veg fyrir framhald. Fyrir hugara sem ekki þekkja þessar sögur er hér 6. kaflinn:

——————————————

6. Kafli: Vandræði, vandræði í súpu!

Jæja, sagði Svavar með lostafullum rómi. ÞÚ ERT AÐ SEGJA MÉR AÐ MAMMA MÍN og pabbi SÉU GALDRAMENN og DÁIN……..Dáin galdramenn!?!?!??!?!
,,Já" sagði Grimrep í angist ég er nú ansi hræddur um það ehehehhehehehehee…
Ohhhhhh hvað á ég mér nú til bragðs að taka, nú hefur annað komið uppá teninginn en ég bjóst við.
Grimrep: hvu..HVUR FINNST ÞÉR VERA FJÁRHAGSSTEFNA RÍKISINS Í DAG!?
Svavar: HVAÐ Í FJANDANUM ERTU AÐ TALA UM!!?1?!?
Grimrep: Æ þetta hljómaði ekki rétt, ég var bara að reyna lífga uppá samtalið, ætli ég hafi ekki verið að meina: FELDU ÞIG!
Þá í þessu braust innum stóru eikardyrnar maður í svörtum kufli haldandi sprota á lofti.

Nú, eftirfarandi atburðarrás gerðist aðeins á míkrósekúndum:
Svavar beygði sig, maðurinn kom inn.
Maðurinn tók sprota og öskraði LUMOS í hvívetna.
En Grimrep brást fljótt við, hóf sprotann sig á loft og öskraði LUMOS í tvígang fyrir hvert LUMOS sem maðurinn hafði sagt, ef ekki í þrígang. Svo varð allt hljótt.
Svavar leit upp frá skrifborðinu en sá sér til furðu að mennirnir tveir voru í miðjum faðmlögum.
Grimrep: GAMLI GAMLI FÉLAGI HVERNIG HEFURU ÞAÐ
maðurinn: BARA FÍNT
Grimrep: hohohoho af hverju ertu að riðjast hérna inn?
maðurinn: heheheh bara…
Grimrep: EKKI Í DAG!
Grimrep tekur upp sprotann og öskrar LUMOS!!!!!!

allt varð hvítt en svo varð allt venjulegt, Svavar var að reyna að skilja hvað hafði gerst en hann gat það engan veginn. Hann sá Grimrep standandi yfir dauðum manninum á gólfinu.
Svavar: Hver…hvuuuuuuur var þetta?
Grimrep: Bara gamall vinur sem ég fór í skóla með.
Svavar: Eins gott. Mér þætti það leitt ef þetta hefði verið þessi maður sem við vorum að bíða eftir.
Grimrep: þetta var hann…

———————————————

Þessi spuni var styssti spuninn af þeim öllum en homerjsimpson fékk einróma hrós frá lesendum og fékk þessi kafli 2000 lestra á fyrstu vikunni. Homer fékk einnig tilboð vestanhafs og var sýndur mikill áhugi á honum til þess að gefa út bók, með gagngrýnum má meðal annars vitna hérna í hinn virta hugara vaselinbio:

VÁ!!! frábær saga, eftir 5. kafla hélt ég að þetta yrði bara búið þar sem þú skaust ekki hausinum upp fyrr en núna, ég var ekkert smá hissa. Þessar sögur eru geðveikar því að þær sína 100% að höfundur veit hvað hann er að gera. Ekki furða að þetta sé búið að fá svona marga lestra en allir sem eiga eftir að lesa lesiði, það er þess virði.

Já en ég persónulega tel allveg tíma á kominn fyrir einhvern svona skemmtilegan spuna sem hressir mann upp í skammdeginu því einnig var spunans helsti kostur að þeir komu út vikulega eða oftar svo nóg var um lesefnið. Hugmynd mín er að ef það er áhugi fyrir nýju framhaldi þá sé hægt að posta öllum eldri köflunum sem grein hérna svo hugarar geti rifjað upp á meðan höfundur býr til nýjan kafla. Svo, hvað segiði?