Ég var að horfa á myndina í gær og var mjög svekktur þó ég hafði séð hana í bíó áður. Ekki nóg með það að myndin var crap miða við bókina(enda var bókin 750 bls en hafði samt fullt af atriðum sem skiptu engu máli)heldur var þýðingin ekki góð. Þeir þýddu rænulaus(Stupify) sem silencio. hvað var fxxxxxg málið með það?
Og var það sagt eða bara þýtt að þau notuðu Levicorpus álögin í leyndarmálastofnuninni. Heyrði aldrei hvað þau sögðu en álögin höfðu allt önnur áhrif en levicorpus, þeir voru ekki hengdir á ökklan heldur hentust þeir í burtu.
Og eitt annað sem var fáranlegt: Fred og George sögðu við Harry í Hroðagerði að þeir heyrðu í honum og ráðlögðu honum að birgja ekki reiðina sína inn í sér. Daniel talaði venjulega, hækkaði aðeins róminn, fáranlegt. Hefði verið áhugavert að sjá Daniel missa stjórn á skapi sínu við Ron og Hermione og síðan Dumbledore
Eina sem ég var fullkomlega ánægður með var Evanny Lynch sem leikur Lúnu. Kom mjög vel út. Og reyndar var ég mjög ánægður með Umbridge þó hún var mjög fríð miða við hvernig henni var lýst í bókinni.

Bætt við 30. nóvember 2007 - 08:50
Og líka það að Padfoot(Þófi) var þýtt sem Snati