ég fékk þetta e-mail í gær..
hérna er pósturinn ef þið eru áhugasöm.. 8-)

Sæll, XXXXXX … þú einlægi aðdáandi bókanna um Harry Potter!

Nú fer biðin að styttast eftir síðustu og sjöundu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og dauðadjásnin. Engin bókanna um galdrastrákinn snjalla og vini hans hefur reynst jafn vinsæl og þessi. Við bíðum jafn spennt og þú eftir að heyra hvernig sagan endar. Nú eru aðeins nokkrir dagar þar til bókin kemur út á íslensku og enn styttra þar til þú færð hana senda heim að dyrum með Íslandspósti.

Í tilefni að því drögum við í forsöluhappdrættinu á þessum fallega haustdegi (það er alltaf gott veður á Íslandi!). Handhafi bókamerkis númer 259 hlýtur í verðlaun allar Harry Potter bækurnar sem komið hafa út á íslensku (en þær eru orðnar hvorki meira né minna en sex talsins) ásamt forláta Harry Potter bol og barmmerki.

Vinningshafinn er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram við upplýsingaborðið í Hagkaupum Skeifunni þar sem viðkomandi verður afhentur vinningurinn gegn framvísun bókamerkis. (Ekki gleyma að taka bókamerkið með!).

Og ekki endar gleðin hér. Nú látum við okkur hlakka til. Þegar nær dregur munum við senda öllum þeim sem kaupa Harry Potter og dauðadjásnin í forsölu brot úr upphafskafla bókarinnar, svona til að stytta biðina ofurlítið. Kaflinn hefur hvergi birst áður á íslensku og því verður þú, sem einn af ljónheppnum meðlimum póstlistans, fyrstur til að lesa í bókinni á íslensku.

Með bestu kveðjum,

Hagkaup og Bjartur bókaforlag