Daniel Radcliffe, betur þekktur sem galdrastrákurinn Harry Potter, segist vel geta hugsað sér að taka að sér hlutverk njósnara hennar hátignar, James Bond, einn góðan veðurdag. Með örlítið öðruvísi sniði en við höfum þekkt hann hingað til.
Aðspurður hvaða dömu hann sæi fyrir sér sem Bond-stúlkuna, svaraði hann: „Ég verð að segja Rupert. Ég ætla að verða fyrsti samkynhneigði James Bond,“ og átti þar við samleikara sinn í Harry Potter, Rupert Grint, sem leikur Ron Weasley.

Þetta er inn á panama.is
Eru svo einhverjir að segja að það séu engir straumar í gangi á milli Rons og Harrys eða…??? Það er greinilegt að allir Harry/Ron ficanir inn á ýmsum síðum eiga sér stoð í “raunveruleikanum”
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.