Er einhver áhugi fyrir því að ég byrji aftur á að skrifa um Mildredi Bernold? Svona ef einhverjir muna eftir einhverju sem var skrifað af 13 ára gelgju árið 2004. Þetta er bara hugdetta sem ég fékk þegar ég sá fyrstu myndina sem ég teiknaði af þeim (þá var ég ca. 11 eða 12 ára) og mundi að ég hafði haft það í mér að láta inn 7 kafla hér. Ekki mjög góða en það virtist vera áhugi fyrir þessu.

Reyndar er ég með tvö önnur verkefni sem ég þarf að senda inn hérna fyrst (tæknilega séð þrjú) en ef það er áhugi fyrir að fá Mildredi aftur (betur skrifaða, hugsanlega annað plott, aðeins minni kaldhæðni og minna af !!!) þá veit maður aldrei nema ég fari að skrifa um hana. Mér finnst vænna um hana en Feneccu því ég bjó Mildredi til langt á undan henni. (Upphaflega var Fenecca Crocc, ekki Crock, yfirmaður heimavistarinnar Entikons í galdraskólanum Nyctea Scandiaca. Frumlegt, ekki satt ;)? )

Einhver áhugi á að fá Mildredi Bernold, Patriciu “Pat” Gowil, Gwendolin “Gwen” Winslet, Ronsaníu Peniceil, Sabrinu Ewol, Annabellu “Anný” Baffeyl og Hönnu Nicket aftur? (Aðeins breytt nöfn, aðlöguð enskunni aðeins meira).

Úff, ég trúi ekki að ég skuli bjóðast til að byrja á henni aftur! En, allavega, it's up to you folks!