Ég var að njóta þess um daginn að vera með hita og enga rödd og fór að horfa á Lion King sem elskulegur bróðir minn lét mig fá á ensku, downloadað ólöglega af netinu að sjálfsögðu.

Hefur einhver annar tekið eftir því að þar er slóttugi aðilinn sá vondi en þessi sem notar vöðvana frekar en heilann er sá góði? Alveg eins með Salazar Slyherin og Godric Gryffindor. Mér finnst þetta nú bara farið að vera fordómar gagnvart þeim sem eru gáfaðir en ekki sterkir!

Nei, bara að pæla…. hefur þetta verið svona í fleirum ævintýrum? Það er reyndar í fullt af sögum að sá gáfaði sem vinnur þann sterka…