Í ‘persóna mánaðarins’ er grein um Grindelwald eins og flestir hafa tekið eftir hugsa ég.
Greinin er vel spoilermerkt en samt skemmdi nafnið á henni fyrir mér.
Bara það að grein hafi heitið ‘Gellert Grindelwald’ og verið svona vel spoilermerkt sagði mér að Grindelwald væri mikilvæg persóna í bókinni og hlyti að skipta máli.

Þegar ég las svo bókina bjóst ég alltaf við því að bráðum hlyti eitthvað að fara að koma um hann og var alltaf að hugsa hvað mikilvæga hlutverki hann gegndi í bókinni. Svo að þó að greinin hafi verið spoilermerkt var nafnið sjálft líka spoiler… finnst mér!

Þannig ég var að hugsa hvort að þetta væri bara ég eða hvort að fleiri hefðu lent i þessu lika ?
Þetta skemmdi samt ekki fyrir mér bókina, alls ekki! En eins og ég sagði áðan þá hugsaði ég allan tímann að það hlyti að fara að koma að því að ég fengi að vita af hverju hann skipti miklu máli í bókinni.