Jæja, þá vitum við af hverju það var mikilvægt að Harry hafði augu mömmu sinnar. Svo að Sevi gæti horft í þau og orðið þunglyndur við að sjá þau á þessu andliti. Hvað eru miklar líkur á að þetta komist til skila í myndunum? Hm? Og TIL HVERS á hann að segja “Look at me” ef hann getur ekki séð augu Lilyar? Nema þau hafa líka verið gerð blá… man einhver hvernig þau eru á litin í myndunum? Og hefur það verið sagt oft að hann hafi andlit föður síns en augu mömmu sinnar? Það getur reyndar vel verið, ég hef ekki séð myndirnar í nokkrar aldir núna svo ég man það ekki.