Hafið þið heyrt um þetta fyrirbæri?
Ég hafði heyrt um hljómsveitirnar “Harry and the Potters” og “The Remus Lupins” “The moaning Myrtles” og slíkt en ég hélt að það væru bara hljómsveitir sem hefðu fundist þetta kúl hljómsveitarnöfn.
En nei…
þetta fólk semur eingöngu tónlist tengda Harry Potter sögunum.
Sumt hljómar allt í lagi… en vá…
ég downloadaði einhverju fríu podcasti og ég er ekki búin að hlusta á nema örfá lög en ég bókstaflega emjaði af hlátri.. ég er að tala um að ég þurfti að leggja bílnum mínum ég hló svo mikið… það versta er að ég held að þetta hafi ekki átt að vera fyndið…

En lög eins og “Voldemort can't take the rock away” eða hin hugljúfa ballaða með Marked as Equals sem er söngur frá Siriusi til Harrys og textinn er á þessa leið:
“Harry, you never knew you father (vælandi bakrödd syngur (ákaflega hátt uppi) faaatheeeer) he was kind and a good friend. He loved you more than you can ever imagine (imaaagiiineee)…” osv. frv.

Ég hélt ég myndi drepast úr hlátri.
Ég mæli eindregið með þessu.
Þetta er ekkert nema fyndið!

Er líka búin að vera að hlusta á Mugglecast, þeir eru á ferðalagi með “The Remus Lupins” að halda umræðufundi um sjöundu bókina (ræðum hana samt ekki nánar hér til að halda þessum þræði spoiler-lausum). Þeir eru alveg ferlega fyndnir (ekki svona hallærislega fyndnir eins og tónlistin heldur bara fyndir afþví þeir ætla sér að vera það.)

Ótrúlega gaman að þessu.
kveðja
Tzipporah