Spoiler, as always, people.

Jæja, hvernig fannst ykkur Malfoy-fjölskyldan sleppa úr öllu saman? Samkvæmt Rowling sluppu þau öll við Azkaban og hafa eflaust lifað ágætis lífi eftir stríðið.

Þegar maður pælir í því, þá eru þau ósköp miklar dúllur. (Guð minn góður, ég kenni Fantasiu og Tzipporah um hvað ég er orðin væmin!) Lucius og Narcissa virðast elska hvort annað, í það minnsta finnst þeim vænt um hvort annað og son sinn, ólíkt hvernig Bellatrix og whats-his-name-again Black eru. Rudolph? Æi, man það ekki. Þau giftust ekki útaf ást, og Bellatrix elskaði bara Voldemort.

Það getur varla verið algengt að fólk sem er í þeirra stöðu (pureblood, hátt sett í galdrasamfélaginu) sem hefur örugglega verið gift út á eitthvað samkomulag (hvernig segir maður ‘arranged marriage’ á íslensku?) finnist vænt um hvort annað. En þarna voru þau, Malfoy-familían, og vildu vernda hvort annað.

Narcissa ætlaði sér að gera hvað sem er í HBP til að bjarga syni sínum. Þau tóku ekki beinlínis þátt í lokastríðinu (minnir mig, ég þarf nauðsynlega að lesa bókina aftur) og þegar það var búið sátu þau öll saman, litlu greyin. Eftir allt saman sáu þau að sér, það er gott, þrátt fyrir allt annað sem þau gerðu. Reyndar sáu þau ekki beint að sér, þau uppgvötuðu bara að þau vildu lifa og það virtist ekki vera hægt með Voldemort hangandi yfir þeim…