Datt þetta í hug eftir að hafa lesið korkinn hérna fyrir neðan, Ný bók?, þar sem var minnst á Tommy Ding og var linkur á norska Wikipedia síðu. Núna væri ég alveg til í að lesa norsku útgáfuna af bókunum, því þar er Gulla Wiltersen í staðin fyrir Ginny Weasley. Ég hef aldrei lesið bók með nafninu mínu í þannig að það væri örugglega alveg ótrúlega gaman! Hehe.

Tékkið neðst í þessum link: http://no.wikipedia.org/wiki/Portal:Harry_Potter þar er listi yfir helstu persónurnar, meðal annars Severus Slur. Sevi Slef. Nice. Og ég held að skólinn heiti Galtvort.

Hvað segið þið svo um að finna bestu (kjánalegustu) þýðingarnar á nöfnum persónanna, bara svo við höfum eitthvað að gera til að drepa tímann þangað til eitthvað fer að gerast ;)

Hljómar Svínavörtu-skólinn ekki vel? Og Hermína Grankellsdóttir. (Grankell er nafn! Ég sá það í mannanafnaskrá á netinu!)