Frétt á harrypotter.is:

19. júli 2007 kl. 21:50

Gott fólk,
nú ber heldur betur til tíðinda.
Það eru komnir þrír aðdáendur í Röðina. Sú sem er búin að bíða lengst kom kl. 18:00.

Ekki örvænta þó það rigni við ætlum að tjalda yfir röðina þannig að þeir sem hafa hugsað sér að mæta snemma verði ekki holdvotir.
Síðan getum við alltaf troðið ykkur í spilasalinn ef að veðrið verður verulega slæmt.

Mér sýnist á öllu að fólk sé með mikinn metnað fyrir búningunum en munið bara að klæða ykkur samkvæmt veðri.

Frestur til að skila inn myndum í teiknikeppnina rennur út um miðnætti, nú fer hver að verða síðastur.

þeir sem hafa látið taka frá fyrir sig eintak þurfa ekki endilega að koma strax á föstudagskvöldinu heldur býður bókin eftir þeim þegar þeim hentar að sækja hana.

Opnunartíminn í Nexus er 12 -18 um helgar og 12 - 19:30 á virkum dögum.