Ákvað að fara gegnum söguna og laga nokkra kafla hér og þar meðan ég býð eftir DH. Þetta er ekki allur 8.kaflinn, bara sá hluti sem mér þóttist þarfnast mestrar lagfæringar. Bon apetit!

8.kafli - Raunveruleikinn (edited)

Þegar Fenecca vaknaði daginn eftir var hún viss um þetta hefði bara verið draumur. En þegar hún kom við raka inniskóna sannfærðist hún um að þetta hefði verið blákaldur raunveruleiki. Og af einhverjum ástæðum langaði henni ekki til að segja Lily eða Jackie þetta.
“Hei, Fenc!” kallaði Sirius þegar hún var að fara í gegnum málverkið.
“Sæll, kallinn,” sagði Fenecca og fann að hún roðnaði aðeins.
“Ekki vera að segja Lily eða Jackie frá leynigöngunum. Þetta eru ein af örfáum sem Filvh veit ekki um og ef hann kemst að hvar þau eru, er ég í djúpum skít,” sagði hann.
“Ég man ekkert hvar þau eru svo að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur,” svaraði Fenecca og vonaði að hann hefði ekki bara gleymt gærkvöldinu. Átti hún bara að vera einnar nætur gaman fyrir hann, eða?
“Frábært. Vel á minnst, fyrsta Hogsmeade-helgin er á hrekkjavökunni. Þú ferð, er það ekki?”
“Gæti verið.”
“Það vill varla svo til að þú farir með einhverjum, er það?”
“Maður veit aldrei hverjum dytti í hug að spyrja.”
“Ah, svo þú ert að reyna að vera sniðug. Ég skil,” sagði Sirius og þóttist vera djúpt hugsi.
“Það þýðir að ég þurfi að leika á þig til að fá þig út með mér, er það ekki?” spurði hann aftur og strauk ímyndaðan hökutopp.
“Hárrétt.”
“Er það ekki aðeins of Slytherin-legt fyrir þig, Fenecca?”
“Segjum bara að pabbi hafi verið í Slytherin, þá blessast það, er það ekki?” sagði Fenecca. Sirius kinkaði kolli. Þetta var bara nokkuð skemmtilegt.
“Ertu með einhver góð ráð fyrir mig um hvernig ég eigi að snúa á þig? Með orðaleikjum eða á ég að gera eitthvað undarlegt?”
“Því miður er ég ekki alveg viss, greyið mitt.”
“En þá get ég ekki boðið þér út!”
“Hryllingur,” muldraði Fenecca og ætlaði af stað en Sirius stökk í veg fyrir hana og breiddi úr sér fyrir framan málverkið.
“Viltu hætta að skipta um aðferðir. Núna ertu að láta mig ganga á eftir þér,” sagði hann ásakandi.
“Með grasið í skónum?”
“Nei, það er of óþægilegt. Mega það vera blóm?”
“Jú, ætli það ekki. En bara fyrir þig,” sagði Fenecca. Sirius kraup á hnén fyrir framan hana.
“Þakka þér fyrir,” sagði hann og hneigði sig djúpt.
“Það var ekkert, kallinn.”
“Frábært!” sagði hann og stökk upp, “ég hitti þig þá í anddyrinu áður en við förum til Hogsmeade. Bless elskan,” sagði hann og kyssti hana eldsnöggt á varirnar. Fenecca starði á eftir honum þegar hann skokkaði út um málverkið.
“Þetta var eitthvað sem ég vildi ekki sjá,” sagði Lily fyrir aftan Feneccu. Hún hrökk við og sneri sér að henni.
“Það var nú enginn að neyða þig til að horfa,” muldraði hún.
“Æi, drullum okkur í morgunmat. Jackie er farin fyrir lifandis löngu og örugglega búin með hálft borðið,” sagði Lily og greip í olnboga Feneccu.
“Vel á minnst,” sagði Lily þegar þær voru búnar að ganga í smá stund, “hvað voruð þið Sirius eiginlega að gera í nótt?”
“Ég og Sirius? Í nótt? Ha?”
Sirius Black, ég drep þig! Arg! Hm?” sagði Lily með píkuskrækjum. Fenecca roðnaði.
“Hvað? Þetta var kalt vatn! Ég elti hann bara eitthvað um skólann, Filch kom og við þurftum að fela okkur í smá stund, svo fórum við inn í setustofu.”
“Hversu lengi þurftuð þið að fela ykkur?” spurði Lily tortryggin.
“Ég var ekki beinlínis að telja mínúturnar, elskan.”
“Nei, varstu ekki upptekin við eitthvað annað? Fenecca, ég var í setustofunni þegar þið komuð aftur! Ég var að pæla í því hvert þú hefðir farið og kíkti niður.”
“Til hvers varstu þá að spyrja ef þú vissir svarið?” spurði Fenecca móðguð.
“Því ég trúi þessu ekki upp á þig. Fenecca, við erum að tala um Sirius fjandans Black, hann hefur sofið hjá meira en helmingi allra 5. 6. og 7.árs nema í Hogwarts!”
“Og? Hann er ekkert slæmur, það er bara James.” Lily horfði vantrúuð á Feneccu eftir að hún sagði þetta og það tók hana örfáar mínútur að átta sig.
“Lillian! Ég meinti þetta ekki þannig, perrinn þinn! Ég átti ekki við ÞANNIG slæmur, kvikindið þitt. Nei, ég hef ekki sofið hjá James. Ég átti við svona dags daglega er hann ekkert slæmur og… æi, hættu að horfa svona fáránlega á mig!”
“En það er Sirius sem egnir James upp,” sagði Lily á endanum.
“Lily, ég nenni ekki að rífast við þig. Gerðu það, það er að koma hrekkjavaka, við eigum að skemmta okkur. Allt í lagi?” sagði Fenecca og leit bænaraugum á Lily.
“Svo lengi sem ég þarf ekki að sjá ykkur tvö í ástaratlotum,” svaraði hún.
“Ég get gefið þér eyrnahlífar og klút til að binda um augun og þá þarftu hvorki að sjá okkur né heyra,” sagði Fenecca hughreystandi.

Hehe, upphaflega skrifaði ég upphreystandi, ekki upplífgandi eða hughreystandi heldur upphreystandi. Mér hefur dreplangað til að breyta þessum kafla heillengi, þið getið séð upphaflegu útgáfuna á BlogCentral síðunni eða í greinunum mínum. Leitið í Hálsaskógi, ég held að greinarnar mínar séu þar. Nokkrar samsæriskanínur (Plot Bunny) búa fyrir neðan þær. Afsakið. HP kemur út eftir minna en sólarhring, ég er orðin taugaveikluð o_O

Svo uppgvötaði ég það að í 7.kafla sagði ég að Berta Jorkins hefði klárað Hogwarts fyrir tvem árum, en í þessum kafla (þeim hluta sem ég er ekki enn búin að breyta og er ekki hér) voru hún (og Justine Payne) á 7.ári sínu. Smááá mistök!