Jæja, þetta hefur komið hingað inn aðeins of oft en ég var bara að lesa í róleg heitum og rak augun í eina setningu. Ég veit ekki alveg afhverju, en einhvern veginn fékk ég það á tilfinninguna um að vísbendingu væri að ræða.

Phineas Nigellus(Einn af gömlu skólastjórunum, úr Slytherin) sagði þetta þegar Harry ætlaði að hlaupast á brott úr Hroðagerði um Jólin(Jájá, ekki alveg nauðsynlegt hvað varðar það sem ég ætlaði að segja)

- We Slytherin are brave, yes, but not stupid. For instance, given the choice, we will always choose to save our own necks! -

Þar sem Snape kemur úr Slytherin þá ætti þetta líklega að endurspegla persónu hans á einhvern hátt. Getur þá ekki verið að svarið við spurningunni endalausu um hvort hann sé góður eða vondur sé að hann sé hvorugt! Að hann hafi bara ákveðið að gera það sem kom honum best, óháð hvorum hann fylgdi(Volda eða Dumbla). Það vildi bara svo illa(Fyrir okkur) til að honum fannst betra að fylgja Voldemort. Og eins og Sirius sagði líka, fólk skiptist ekki bara í Drápara og ‘gott fólk’!(Vonda og góða). Snape var bara að hugsa um eigið skinn!

Er bara að velta þessu fyrir mér, hvað finnst ykkur um þetta?
Sjálf er ég langt frá því að vera sannfærð…Mjööög langt frá því! Raunar hef ég ekki hugmynd, ég skipti um skoðun á mínútu fresti!