Frumsýning
Nýjasta Harry Potter myndin var frumsýnd í gær(11. júlí 2007) á Íslandi,Ástralíu, Brasilíu, Belgíu, Bandaríkjunum(Á öðrum stöðum en LA) og á tíu öðrum stöðum í heiminum. Hún var fyrst frumsýnd í Tókýó 28. júní og 23. ágúst verður seinasta frumsýningin og hún verður í Grikklandi. Myndin er sýnd í Sambíóunum Álfabakka, kringlunni, Akureyri og Keflavík. Líka er hún sýnd í Smárabíói og Regnboganum. Myndin hefur fengið misgóðadóma þar sem sumir standa upp og fagna á meðan aðrir eru við það að sofna. Minn dómur á myndinni er svona 90 af 100 en það er bara minn dómur. Endilega segið ykkar skoðun á myndinni þegar þið eruð búin að sjá hana.