Mér, sem mun meiri aðdáandi bókanna heldur en myndanna, fannst þessi mynd bara frábær í næstum alla staði.

Leikararnir komu mér gífurlega á óvart, þrátt fyrir að sumar persónur voru alltof lítið á skjánum þá var það bætt upp með frábærum leik. Tonks leit vel út fannst mér, þrátt fyrir að segja varla heila setningu í myndinni, Bellatrix var fullkomin, ég hataði Umbridge meira heldur en í bókunum (frábær frammistaða!) og Luna var yndisleg í sínu hlutverki. Daniel sjálfur hefur bætt sig alveg ótrúlega, þegar hann tók reiðisköstin fékk maður ekki þennan kjánahroll sem maður fékk þegar hann fór að gráta í Hogsmeade í þriðju myndinni heldur fannst mér hann koma reiðinni og þeim tilfinningum sem Harry á að hafa í bókinni mjög vel frá sér.
Eina sem má setja út á leikinn er í raun ekki leikurinn sjálfur, heldur mismikill tími sem margar af aðalpersónum bókarinnar fengu á skjánum, þá sérstaklega Hermione/Ron/Ginny/Neville/Snape og að sjálfsögðu minning Snapes, sem var breytt í eitt pínulítið flashback sem hefði verið gaman að sjá meira frá (var þó mjög flott og kom boðskapnum vel til skila).

Myndin gekk hratt fyrir sig en missti þó aldrei út úr eins og hefur gerst í fyrri myndum, annaðhvort voru atriðin sýnd og plottinu komið til skila eða bara einfaldlega sleppt ef leikstjórinn taldi þau ekki mikilvæg. Litlar söguþráðsbreytingar eins og að Cho segji frá DA eiga kannski eftir að pirra einhvern en þetta var góð leið til að enda samband þeirra og til að koma upp um DA án þess að koma með auka persónu, taka tíma í það og skera kannski á ennþá fleiri atriði.

Ég persónulega hefði viljað fá auka 15 mínútur inn í þessa mynd og eyða þeim öllum í loka bardaganum í ráðuneytinu sem að mínu mati gekk alltof fljótt fyrir sig og náði ekki alveg að fanga þetta “climax” moment sem var allan tímann var verið að byggja upp í bókinni og tók einhverja 2 kafla ef ekki meira að segja frá.
Ég vildi mest sjá smá eltingarleik í gegnum DoM, sjá þau hlaupa í og úr mismunandi herbergjum og berjast við death eaters, á aðeins meira mannlegum hraða þar sem áhorfendur geta aðeins skilið hvað er að gerast. Þetta með DE's og Order meðlimi að svífa í einhverjum svörtum/hvítum skýjum fór ekki lítið í taugarnar á mér en Warner Bros þurfa víst að fá að gera eitthvað til að hafa þetta flott og meira action packed, þó svo að það hefði alveg mátt sleppa þessu.

Dauði Siriusar var í lagi, ég hafði reyndar ímyndað mér herbergið einmitt öfugt, þar sem að “the veil” var neðst á botninum í herberginu og bekkirnir fóru hækkandi (var það ekki svoleiðis í bókinni?), en þetta var í lagi, gerðist ósköp fljótt og upp úr þurru og sjokkeraði mann smá, eins og í bókinni, ég kvarta ekki amk.

Harry vs Bellatrix/Dumbledore vs Voldemort bardaginn fannst mér bara vel gerður, skuggalega Star Wars-legt en þetta var samt flott atriði þó að því hafi verið aðeins breytt, fannst mjög flott þegar Voldemort var að reyna að possessa Harry en eins og ég sagði áður, þá hefði lokakafli myndarinnar getað verið og hreinlega átti að vera 15 mínútum lengri.

Mynding endar ósköp snögglega eftir þetta, þeir sem ekki hafa lesið bókina munu líklega ekki ná öllu plottinu eða mikilvægi spádómsins en mér er nokkurnveginn sama, ég hef lesið bækurnar.
Í einkunn myndi ég gefa þessari mynd 8,5 af 10 mögulegum, fólk getur sett ýmislegt út á þessa mynd eins og val á atriðum sem var sleppt og lengd hennar, en við ættum að vera búin að átta okkur á og um leið sætta okkur við að Harry Potter myndirnar munu aldrei ná sama klassa og Lord of the Rings myndirnar höfðu og munu líklega aldrei gera. Ég bind þó vonir mínar um að sjötta og sjöunda myndin verði ennþá betri eftir að hafa séð þessa umbreytingu frá fjórðu myndinni, þá sérstaklega í hæfileikum leikara.

Þakka fyrir mig og um leið afsaka enskuslettur (les þessar bækur bara á ensku).
Já okei