Las kveðjuorð Köttu hérna í grein sem heitir Lokabaráttan í töfraheiminum og byrjaði að skrifa þetta sem svar við henni en ákvað að lokum að skrifa eitthvað í svipuðum dúr og birta sem grein. Fannst þetta sniðug hugmynd hjá henni og hvet fleiri til að gera þetta líka.


Eftir 21 dag verður þetta búið, seinsasta bókin komin út og ævintýrið á enda. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera með sjálfan mig þegar ég verð búin með bókina. Ég á örugglega eftir að gráta úr mér augun og læsa mig inni í svona viku.

Það sem ég á við með þessu er að í mínu tilviki er Harry Potter búin að vera stór partur af lífi mínu í 8 ár. 8 ÁR! Það er langur tími frá 11 ára aldri - 19 ára aldurs. Og þetta tímabil í lífi manns er ekki smá umbreytingar tími maður fer úr því að vera krakki yfir í að vera fullorðinn, og í mínu tilfelli var þetta mjög erfiður tími og ég var í nokkuð svakalegri uppreisn á timabili, en svo lauk því, grunnskólinn kláraðist, maður fór í menntaskóla og nú er bara einn vetur eftir að honum hjá mér og eftir það er það háskólinn og afgangurinn af ævinni. Og í gegnum alla þessar breytingar og erfiðleika hefur Harry Potter fylgt manni, maður hefur alltaf getað huggað sig við að opna marglesna bókina hvort sem það er sú 1,2,3,4,5 eða 6 lesið kunnuleg orðin og lifað sig inn í heim persónanna, hlegið með þeim, grátið og allt það á milli og upplifað allan tilfinningaskalann eins og ég hef sagt svo oft áður. Svo hefur maður klárað bókina og getað huggað sig við það að það yrði önnur bók. En ekki lengur og sú tilhugsun er mjög erfið. Auðvitað getur maður lesið bækunar aftur og aftur en það er bara ekki eins og að opna nýja Harry Potter bók og lesa hana í fyrsta skiptið. Það er bara ekki eins.

Auðvitað eins og einhver sagði verður eitthvað annað seinna sem á eftir að fanga huga manns eins og Harry Potter. En ég held að stór hluti af því að Harry hefur verið svona sérstakur í mínum huga er sú staðreynd eins og ég sagði áður að hann hefur fylgt mér í gegnum öll táningsárin og meira en það öll þessu erfiðu ár þar sem maður þroskast og breytist ótrúlega mikið. Og nú þegar þessum árum er að ljúka (á næsta ári verð ég 20 og þar með lýkur táningsárunum mínum formlega) og um leið er Harry Potter að ljúka og það er mjög táknrænt fyrir mig að seríunum ljúki um leið og táningsárunum mínum lýkur. Það gerir þetta svo miklu erfiðara en annars, þetta er svo táknræn lok tímabils sem hefur verið oft svo ótrúlega erfitt en oft líka svo ótrúlega skemmtilegt og hefur Harry oft átt stóran part í þessum erfiða og þessu skemmtilega.

Því vil ég segja þetta við öll ykkur Harry Potter hugarana: Við skulum öll sameinast í því að halda þessu áhugamáli opnu og virku eins lengi og mögulegt er, enn eru tvær myndir eftir og má segja að Harry Potter ævintýrinu sé ekki raunverulega lokið fyrr en þeim er lokið, þó að nú sé vissulega stærstum parti af því lokið nú með lokum bókaseríanna. Við skulum halda áfram að tala saman um bækurnar, lýsa reynslu okkar með þær og pæla í hlutum sem kannski okkur á ekki eftir að finnast nógu skýrir í lok seríanna (þó að ég efist stórlega um að Rowling eigi eftir að skilja eitthvað eftir í lausu lofti), hneyklast á myndunum (það verður að viðurkenna að við öll erum rosalega hörð við myndirnar) og skrifa fanfiction um sögunar (sem eru oft alveg ótrúlega góðar og mikið af framtíðar Rowlingum þarna úti) og í einu orði sagt tala um Harry Potter heiminn. Sem er eins og einhver sagði Heill heimur ævintýra og mun vonandi halda áfram að gleðja okkur um ókominn ár.

Svo að ég endi á sömu nótum og Katta sem byrjaði á því að skrifa svona kveðjuorð. Hver veit nema eftir 50 ár rekumst við á hvort annað út á götu komin af besta aldri, haldandi á gamalli og slitinni Harry Potter bók, og um leið og við mætust á götunni eigum við eftir að hugsa með sjálfum okkur ,,ætli þessi hafi stundað Huga Harry Potter áhugamálið á sínum tíma?” En þorir ekkert að segja upphátt, vegna þeirrar nafnleyndar sem hefur ávalt ríkt hér. Þó vonast ég til að hitta eitthvað af ykkur í eigin persónu á Akureyri þann 21 júlí næstkomandi, sem á sjálfsagt eftir að vera í eina skiptið sem maður hittir hina HP Hugarana í eigin persónu. Nema hugsanlega eftir 50 ár á förnum vegi.

Í bláendan vil ég segja: Lifi Harry Potter, lifi áhugamálið um ókomin ár og lifi J.K. Rowling höfundur þessa stórkostlegu bóka, megi þær seint og aldrei gleymast.

P.S. Ætla mér samt að skrifa eitthvað fleira eftir að bókin kemur út en fannst þetta bara viðeigandi í framhaldi af kveðjuorðum Köttu.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.