Af því að Harry Potter hefur slegið svo rosalega í gegn þá ætla sumir að halda upp á útgáfu síðustu Harry Potter bókarinnar (Harry Potter and the Deathly Hallows)
Persónulega finnst mér þetta vera á mörkunum að vera of langt gengið og bara vera skemmtilegt.
Sectus
Þau sem eiga síðuna ætla að setja upp "Not the Yule Ball"
“ The highlight of our conference, a chance for you to dress up in either costume or evening dress; Sectus are proud to present Not the Yule Ball. We will be providing a buffet-style dinner, and in keeping with what a Yule Ball should be, the venue will be decorated with a winter Christmas theme. ”
" Ekki Jóla Ballið
Hátindur ráðstefnunnar, þú getur klæðst annað hvort dulargerfi eða kvöldkjól; Sectus kynnir með stolti Ekki Jóla Ballið. Við verðum með kalt borð, með það í huga hvernig Jóla ballið ætti að vera, staðurinn verður skreyttur í vetrar-jóla þema. "

Skoðunarferðir
" Harry Potter themed walking tour of London

The Sectus team will be your guides as we explore Wizarding London. Sights to take in include King’s Cross station, the Leaky Cauldron, the Ministry of Magic and St. Mungo’s, and we might even be able to find the elusive Grimmauld Place.

In addition, we’ll pay a visit to some of the filming locations from the Harry Potter movies, including Leadenhall Market (Diagon Alley) and Australia House (Gringotts). "
" Harry Potter gönguferð um London

Sectus liðið mun sýna ykkur Galdra London, farið verður á King's Cross lestarstöðina, Leka seiðpottinn, galdramálaráðuneytið, St. Mungo's, og kannski að við finnum Hroðagerði.

Svo munum við kíkja á nokkra tökustaði úr Harry Potter myndunum, meðal annars Leadenhall markaðinn (Skástræti) og Australia House (Gringotts). "

Það góða við þetta er að allur ágóði rennur til Book Aid International