Góður endir fyrir Harry Potter bækurnar(að mínu mati) væri ef Harry myndi deyja í endann, rétt eftir að hafa útrýmt Voldemort, vaknaði þessu pæling þegar ég sá könnunina “Hvor deyr”. Persónulega þá væri ég eiginlega ekki sáttur með að Harry Potter myndi lifa, fíflið sem hann er.

Megin ástæðan fyrir því að ég held að hann ætti að deyja er vegna allra skiptana sem Voldemort hefur mistekist að myrða hann. Mér finndist það bara heimskulegt ef að svokallaður sterkasti galdramaður illu aflanna myndi tapa bara vegna þess að Lily var vænt um sjóndapran krakka og ástin myndi heltaka hann o.s.frv.

Þrátt fyrir að ég vona að hann deyji, þá gerist það varla, t.d. allar “fan-fiction” sögurnar sem eru sendar hingað inn útrýmir eiginlega dramatíska endinum fyrir sögunni, þ.e.a.s. þá þyrfti Rowling að halda honum á lífi til að halda frægðinni lifandi, ef þið skiljið mig..

Skítköst eru velkomin.

Hvernig finnst ykkur að þetta ætti að enda?