Ég hef ekki stundað þetta áhugmál lengi, nánara tiltekið síðan einhverjum mánuðum eftir að hafa lesið þessa bók eftir útgáfu hennar, þannig að ég er ekki up to date varðandi allar pælingarnar sem hafa sprottið upp hérna.

Ég las hana í annað skiptið til þess að rifja upp áður en sú sjöunda kemur út og ég fór að pæla í ýmisslegu hérna.

Af hverju, þegar Harry var að reyna fella Snape þegar hann var næstum flúinn af lóðinni, var Snape að skamma hann fyrir að segja ekki galdrana í huganum svo erfiðara væri að verjast? Þetta var eins og hann væri í kennsklustofunni að kenna honum. Eins og Snape fyndist hann ekki getað ráðið við Voldemort nema læra þennan hlut almenninlega.
Held samt að Rowling vildi að lesandinn hugsaði einmitt þetta. Fær mann samt til að pæla aðra möguleika en þá augljósustu.

Væri gjarnan til í að heyra fleiri pælingar sem eru ekki út í hött. Myndi leita sjálfur en er í próflærdómum og eyði því ekki mikinn tíma á þessu vef eins og er:)
Fyrirfram þakkir.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”