Hér eru nokkrar af mínum hugdettum um 7. bókina. Ég las fyrir nokkrum mánuðum eithvað sem er örrugt en ég man ekki eftir öllu og ég hef ekki verið mikið að lesu um hvað 7. er um(ef það er einhverstaðar) svo segið mér ef það er eithvað rangt.




Harry fer til Dursleyfjölskyldunar í síðasta sinn. Hann fer daginn fyrir afmælisdaginn sinn (Getur ekki verið líklegt að það verður ráðist á hann ef hann fer á afmælisdeginum síðnum) til Hreysið í brúðkaup Fleur og Bill Lupin og Tonks eru byrjuð saman á þeim tíma(nema þau byrjuðu saman í endanum á 6. bókinni)

Ég man að í greininni um það sem er örrugt sem gerist í 7. bókinn að það er einhver skvibbi sem getur allt í einu galdrað. Ég held að það sé Petunia. ég held að það hafa alltaf öll systkyni af muggaættum komist í skólann fyrir utan Lily og Petunia en ég held að hún hafi ekki þorað að fara í skólann út af því hvernig lily var í sumarfríunum(ég veit ekki hvor er eldri)

ÉG hef ekki hugmynd hver R.A.B er(en ég tel líklegt að sá helkross(hurcrox) er eyðilagður)

Harry fer til Godricdals með Ron og Hermione og Ginny kemur með(án þess að Ron viti af því) ég held þau finna Huffelpuffbikarinn. Þá á hann eftir að finna 3 helkrossa( eithvað úr Griffindor eða Ravenclaw, slangan og Voldemort sjálfur)

Skólinn heldur áfram og Harry neyðist til að fara í hann. ekkert Quiddich(man ekki hvernig það er skrifað)

Mcgonnagal heldur áfram að kenna ummyndun og einhver nýr kennari byrjar sem er mikilvægur í bókinni.

Harry hittir Dumbledore á skólastjóraskrifstofunni(Getur málverkiið nokkuð vitað það sama og dumbledore?)
Harry sér minninguna þegar Snape áynnur sér traust Dumbledore

harry hittir reglulega Mcgonnagal og Dumbledore á skrifstofunni til að skoða minningar, og reyna að uppgvöta hver er hellkrossinn sem vantar.

á einhver hátt finnur einhver helkrossinn sem ekki er vitað hvað er.

Lokabardaginn: Slangan er drepin fljótlega. Snape gengur í liðs við Fönixregluna. Voldemort deyr og Ginny særist alvarlega en bjargast á endanum þökk sé Sankti Mungó(Btw ég held að foreldrar Neville eru farin aðeins að ná sér betur(þekkja allavega Neville)).

Draco er fundinn nær dauða en lifandi. Peter Pettigrew er annaðhvort drepinn að settur í Azkaban.
Ginny og Harry enda saman og Ron og Hermione og útskrifast.

Þetta er bara mín skoðun á þessu. hvað finnst ykkur?