Hérna kemur pínu texti um Dursleyfjölskylduna.

Dursleyhjónin á Runnaflöt númer 4 hreyktu sér gjarnan af því að vera sérdeilis og algerlega eðlilegt fólk.Enganhefði grunað að þau væru flækt í eitthvað skrítið eða dularfullt,því svoleiðis vitleysu kærðu þau sig ekki um.
Herra Dursley var forstjóri stórrar verksmiðju sem hét Grunning og framleiddi borvélar.Hann var feitlaginn maður, næstum hálslaus en með gríðarmikið yfirvaraskegg.Frú Dursley var grönn og ljóshærð með háls sem var næstum tvöfalt lengri en á venjulegu fólki.Það kom sér mjög vel þar sem hún varði löngum stundum í að njósna um nágrannana yfir limgerðið.Dursleyhjónin áttu lítinn dreng að nafni Dudley sem að þeirra mati átti engann sinn líka.Dursleyhjónin voru vel stæð og áttu allt sem hugurinn girntist, en þar að auki áttu þau leyndarmál sem þau óttuðust mjög að yrði afhjúpað.Þeim fannst óbærilegt til þess að hugsa að einhver kæmist að leyndarmálinu um Potterfjölskylduna.Frú Potter var systir frú Dursley sem hún hafði ekki séð í mörg ár. Raunar lét frú Dursley eins og hún ætti enga systur, af því að ólíkari Dursleyhjónunum gátu systirin og ónytjungurinn maðurinn hennar ekki verið.Dursleyhjónin hryllti við tilhugsuninni um hvað nágrannarnir segðu ef Potterfjölskyldan kæmi í hverfið þeirra.Þeim var kunnugt um að Potterhjónin áttu lítinn son sem þau höfðu aldrei séð.Sá drengur var enn ein ástæðan fyrir því að halda Potterfjölskyldunni í fjarlægð, Dudley mátti alls ekki umgangast strák af hans sauðahúsi.