Þetta eru tvær pælingar, sem ég tók eftir við að lesa Harry Potter bækurnar nýlega.

Sú fyrsta er:hvert raunverulega fæðingarár Harry Potters er.
Þessu tekur maður eftir í fyrstu og annari bókinni. í fyrstu bókinni fær Harry kúst sem heitir Nimbus 2000. þá á Harry að hafa verið 11 ára. þannig að ég hugsaði að Harry væri kannski 11 ára árið 2000, ef hann væri raunverulegur :D. það sem rökstyður þessa pælingu er að í næstu bók ( þ.e.a.s. bók nr. 2 )fær allt Slytherin- Quidditch liðið nimbus 2001 kústa og þá hugsaði ég að þá væri árið 2001. næst lagði ég saman 2 og 2 og komst af því að ef að Harry væri 11 ára árið 2000, hlyti hann að fæðast árið 1989 :D

Mín önnur pæling er hver R.A.B. er ? Í 6. bókinni þegar Dumbledore og Harry hafa fundið einn helkross Voldemorts og þegar Dumbledore er þegar dauður ( stór spoiler hér á undan ) opnar Harry Slytherin nistið. Þar er bréf frá aðila sem hefur nafn-skammstöfunina R.A.B. Þegar ég byrjaði almennilega að hugsa um þetta datt mér í hug að hugsa fyrst um eftir nöfn, sem hlaut að byrja á B. fyrsta nafnið sem skaust upp í hugann á mér var Black (Sirius Black, besti karakter í Harry Potter bókunum) og hugsaði síðan um fyrsta nafn hans, sem byrjar á R, og fattaði síðan allt í einu…Regulus A. Black ( veit reyndar ekki um A-ið ) en fyrir mér kom þetta allt heim og saman. Voldemort hafði myrt Regulus Black sjálfur, væntanlega fyrir að eyðileggja einn helkross hans. ALLT heim og saman :D.

Jæja, þetta eru pælingar mínar ( er meira örruggur á þeirri seinni ;D ) og hananú.Takk fyrir mig og vona innilega að þetta verður samþykkt :D

( allir inná http://www.youtube.com/watch?v=J_t7WrNiaQg&mode=related&search= til að hlusta á gott lag með myndum úr geðveikri mynd )
What you buy is what you own, and what you own always comes home to you.