Það er fullkomlega satt og sannað að Harry Potter bækurnar eru lang bestu bækur sem hafa verið skrifaðar….. Samt skil ég ekki alveg pointið með því að vera að skrifa einhverja sona kafla héddna inná…. eru þetta alvöru kaflar úr komandi bók?? eru þetta kaflar sem búnir hafa verið til eða…. ég bara fatta þetta ekki…. ég á allar 6 bækurnar á bæði ensku og íslensku og get ekki beðið eftir að sú 7.unda komi út en ég er hins vegar ekki ein af þeim sem vil skemma fyrir sjalfri mér með því að sækja stolna kafla af netinu eða reyna að búa til mína eigin…. Harry Potter er algerlega í eigu JKR og mér finnst það skemma algerlega að vera eikkað að reyna að búa til eikkað nýtt…..

Ég hef lesið allar bækurnar oftar en 10 sinnum og kann þær allar utan af, ég get v itnað í hvaða persónu sem er og veit hver segir hvaða setningar…. kanski gerir það mig eikkað skritna en mér er alveg sama, ég bara elska sona ímyndaða karaktera….

“Hönd hans luktist sjálfkrafa um eftirlíkinguna af helkrissinum, en þrátt fyrir allt, þrátt fyrir hinn myrka og bugðótta stíg sem hann þyrfti að þræða, þrátt fyrir lokauppgjörið við Voldemort sem hann vissi að var óhjákvæmlegt, hvort sem það yrði innan mánaðar, árs eða tíu ára, þá fann hann hjarta sitt taka kipp við tilhugsunina um að hann ætti í vændum að minnsta kosti einn dásamlegan og friðsælan dag í samvistum við Ron og Hermione.”
Hell Yeah :D