Pælingar um 6. bókina Harry og Dumbledore eru að tala saman á skrifstofu Dumbledores. Þetta er rétt eftir að Harry fékk loksins alvöru minningu Slughorns og Harry og Dumbledore eru búnir að skoða hana og eru að tala um helkrossa Voldemorts. Dumbledore segir að hann hafi sjálfur eytt hring Marvalos og Harry hafi eytt dagbók Voldemorts. Þeir byrja svo að tala um hvaða fjóra aðra hluti Voldemort gæti hafa notað. Slytherin nistið og Hufflepuff bikarinn eru næstum öruggir helkrossar. Dumbledore segir svo að hann sé nokkuð viss um að Voldemort hafi hvorki náð hlut frá Griffindor né Ravenclaw, svo segir hann við Harry “Ég held að ég viti hver sjötti helkrossinn er. Hvað segirðu nú ef ég játa fyrir þér að um nokkurt skeið hafi hegðun snáksins Nagini vakið forvitni mína?”

Ég er búinn að hugsa mikið um þetta. Hvernig gat Dumbledore fylgst með Nagini, sem er alltaf hjá Voldemort, þegar hvorki Dumbledore né Fönixreglan vissi hvar Voldemort var?