Kannski er þetta alveg rosalega heimskulega spurning hjá mér en ég er bara búin að vera að velta þessu soldið fyrir mér.

Alltaf þegar Hogwart skólameistari deyr þá birtist málverk af honum uppi á skrifstofunni.

Og ég hef verið að spá hvort að það sé ekki bara hægt að fara þangað upp og spyrja nýja málverkið af honum Dumbeldore hvað “plottið” með Snape var (því ég get engann veginn sætt mig við að hann sé vondur)

Ég veit að málverkin koma ekki í staðin fyrir þann sem er látin, en þau spjalla sammt alveg við hina lifandi og rifja oft upp hvernig skólinn var þegar þau voru við stjórnvöl.

Hvað finnst ykkur, er mér að sjást yfir eitthvað voðalega augljóst svar við þessum vangaveltum?