Ég var að lesa 3. bókina aftur um daginn og fannst þessi tímabreytir (veit ekki hvað þetta heitir á ensku) sem Hermione og Harry nota í endann svoldið vafasamur.
Er ekki hægt að misnota svona dót allsvakalega? Hefði ekki bara verið hægt að fara aftur í tíman í hvert skipti sem eitthvað vont gerðist, eins og t.d. þegar Sirius og Dumbeldor dóu?
Voldemort á að vera rosalega valdmikill galdrakall (og ef ekki sá besti á eftir Dumbeldor) þannig að hann ætti líka að hafa getað notað hann í ýmislegt ófyrirleitið, fyrst að Hermione gat notað hann í einhverju skólaveseni. Reyndar þurfti hún að fá eitthvað svaka leyfi frá Galdramálaráðuneitinu til að mega nota tryllitækið, en líklega væri væri það eitthvað sem stæði ekki í vegi fyrir þessum miklu galdramönnum. Þannig að maður hefði haldið að það hefði verið henntugt fyrir ýmsa að nota þetta, en það er aldrei ýhugað sem möguleiki.
Auðvitað eru þessar bækur ekki fullkomnar og líklega ætti maður ekki að vera að vesenast í svona smáatriðum, en fyrst það eru svona miklar spekúlasjónir um þessar bækur, þá var ég að spá í hvað ykkur hinum findist um þetta.