Ég hef mjög oft pælt í þessu og bara varð að koma þessu frá mér.
Er ekki hægt að mála bara málverk af Siriusi eða Dumbledore og þá geta Harry og hinir nokkurnveginn “talað” við þá?
Ég meina, Phineus Nigellas er dáinn en þeir geta samt “talað” við hann í gegnum málverkin af honum og hann svarar eins og hann myndi svara ef hann væri lifandi.
Eða er kannski ekki hægt að mála “galdramynd” af fólki eftir að það er dáið?
Annars hefur J.K.R. aldrei útskýrt hvernig á að mála svona “galdramálverk” þannig að ég býst svosem ekki við því að þið vitið eitthvað meira en ég um þetta. Ég er bara forvitin að vita hvað þið haldið :)

Kveðja,
Desmondia