J.K Rowling er mjög pirrandi og sérstaklega góð við það að láta fólk bíða eftir þessum bókum og láta mann hugsa um þetta lengi á eftir.

þegar ég las 6 bókina og Dumbledor dó þá hugsaði ég “ok dumbledor er dáinn” en neiiii nú er ég farinn að halda að hann hafi fakeað sinn eiginn dauða og gæti þess vegna búið hjá marfólkinu eða kentárunum að plotta um að drepa voldemort og hafi fakeað dauðann sinn til að fá að vinna að því í friði.

eða að hann er í alvörunni dáinn?

og núna líka eitthvað að hann hafi sagt snape að drepa sig til þess að Snape kæmist að voldemort í góðu skapi og leggja á hann “avada kedavra” bölvunina og að hann hafi fórnað sér.

kannski fann hann út að hann sjálfur var einn helkrossana, það er hægt að hafa þá lifandi hlutum líka og lét snape drepa sig.

eða að hann verður draugur í Hogwarts í næstu bók, hver veit.

en ég eins og allir aðrir verð að bíða langan tíma eftir næstu bók enn að hugsa hvað hefur orðið um verslings Dumbledor.

P.s eitt enn, það var sagt í annari grein hér að Dumbledor hafi verið hræddur við Snape, af hverju ætti hann að vera það, er hann ekki besti galdramaður aldarinnar eða eitthvað þvíumlíkt, en ef maður les bækurnar vel þá sér maður um að hann er ekki hræddur við neitt nema að missa vini sína og það gæti einmeitt verið það sem hann sá í Snape, að hann var að missa hann til myrku aflana.

Endilega skrifið ykkar skoðanir um þetta.