Af Mbl.is (http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1184603;rss=1)

Breski leikarinn Gary Oldman, sem farið hefur með hlutverk galdrakennarans Sírusar svarta (e. Sirius Black), í tveimur síðustu kvikmyndunum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, segir ólíklegt að hann taki þátt í fleiri kvikmyndum eftir bókunum en hann á enn eftir að skrifa undir samning um áframhaldandi leik í myndunum. Ástæðan mun vera sú að ekki er gert ráð fyrir hlutverki hans í næstu myndum.

Tökur eru þegar hafnar á kvikmyndinni Harry Potter og Fönixreglan.

Douglas Urbanski, umboðsmaður leikarans, sagði í samtali við breska æsifréttablaðið The Sun komi aðdáendum myndanna í opna skjöldu að Gary Oldman er ekki á meðal leikara í myndinni.

Vanessa Davis, talsmaður kvikmyndafyrirtækisins Warner Brothers, staðfesti að Oldman hafi enn ekki skrifað undir áframhaldandi samning um leik í myndunum en bætti við að enn ætti eftir að koma í ljós hver niðurstaðan verður í málinu.

Bíddu, hvernig í ósköpunum á þetta að koma aðdáendum Potters í opna skjöldu? Hann DEYR í bók nr. 5! Bleh. Stupid, stupid people…