Í dag gerði ég dönskuverkefni, við áttum að gera framhald af ákveðnum texta á dönsku. Orðaforði minn (og áhugi) í dönsku er ekki upp á marga fiska og því verður líklega leiðinlegt að lesa þetta (bein þýðing á íslensku) og orðin verða ekkert sérstaklega fjölbreytt.

Ég og Pabbi minn

Ég sat í strætónum á leiðinni heim frá pabba. Við höfðum talað um svo mikið. Við höfðum mjög góð samskipti, en það var eitthvað sem skeði á milli okkar.
Það byrjaði með því að við sátum og borðuðum hádegismat þegar pabbi sagði: “Nú er kominn tími til að ég segi þér”.
“Hvað? “ Spurði ég forvitin.
Pabbi stóð upp og fór út í eldhús. Ég spurði aftur, hvað hann talaði um.
“Ég
veit að þú átt að fara til Hogwarts og læra nýja hluti um galdra.”
“Get ég notað galdra?” Spurði ég hissa.
“Já, mamma þín gerði það og nú fékkstu bréf sem segir að þú getir það líka.” Sagði pabbi þreyttur, “En það er þitt val.”
“Allt í lagi, en nota þau ekki öðruvísi peninga?” spurði ég feimin.
“Jú, en það er allt í lagi, við getum skipt okkar pening í galdrapeninga í Gringotts.” Sagði pabbi rólega.
Ég gekk hratt inn í herbergið mit af því að ég var svo glöð.
Næste morgen fórum við saman, ég og pabbi, til búða. Pabbi gaf mér eina uglu –til að ég geti skrifað honum bréf- og sagði mér að hún væri afmælisgjöfin mín. Uglan hét Svört.

Með ósk um hreinskilin svör, ég veit sjálf að þetta var ekkert sérstakt. En þið megið samt benda mér á eitthvað sem var sérstaklega ömurlegt.