O.k hér ætla ég að skrifa smá kenningu sem mér datt í hug varðandi spádóminn og stuff. O.k, Telawney sagði Harry að Snape hefði legið á hleri og heyrt helminginn af spádómnum og sagt Voldemort hann. En hvernig get Trelawney séð snape í miðjum spádómnum og bara farið síðan aftur í trans og haldið áfram með spádómin. Jæja kenning mín er sú að Snape hafi heyrt allan spádómin og Dumbledore og hann hafi planað að segja bara Voldemort helminginn til þess að hann færi að merkja einhvern sem jafningja sinn og skapa þannig óvin sinn. Þann eina sem gæti sigrað hann. Ef að Voldemort hefði ekki gert þetta hefði engin verið sem gæti sigrað hann. Dumbledore vissi það því að spádómurinn var gerður fyrir hann og þeir Snape plottuðu allt. Alveg fram að morðinu á Dumbledore. Ég held að af einhverjum ástæðum hafi Dumbledore sagt Snape að drepa sig. Ég meina … af hverju rétt áður en þeir fóru aftur í kastalan á endanum sko Dumbledore og Harry, af hverju vildi hann svona mikið finna Snape, ekki pomfrey.

Jæja það var eitthvað meira en ég man það ekki alveg núna. Ég biðst velvirðingar ef að samskonar kenning hefur komið áður. Hvað finnst ykkur?


ps. Vinsamlegast verið ekki að posta leiðindasvör.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?