Ron og Hermione eða Harry og Hermione?
1.kafli

,,Harry!”
,,Harry, vaknaðu, komdu við þurfum að komast í skólann. Annars verðum við við of sein.” hrópaði Hermione.
,,Vaknaðu, Harry ,elskan!” hrópaði Frú Weasley neðan úr eldhúsinu,, Þið verðið of sein ef þið flýtið ykkur ekki!”
Harry hafði verið mestallt sumarið hjá Weasley fjölskyldunni. Hermione hafði komið viku á eftir honum. Það var samt ekkert rosalega gaman þar sem Ron og Hermione voru alltaf að stelast í burtu.
,,Já já ,ég er vaknaður!”sagði Harry og geispaði. Honum var illt í höfðinu. Honum hafði reyndar verið illt í höfðinu í allt sumar. Hann reyndi að hugsa ekki um viðburði síðasta skólaárs.
Harry klæddi sig og fór niður. ,,Hefur einhver séð koffghg…” sagði hann en komst ekki lengra því Hermione tróð ristaðri brauðsneið uppí hann.
,,Koffortið þitt er hér, Harry elskan”sagði Frú Weasley og benti honum á koffortið.
Ron var tilbúinn með koffortið í einni hendinni og brauð í munninum. Hermione tók koffortið sitt, tók í hendina á honum og kyssti hann á kinnina. Svona gengu þau út.
,,Við fáum bíla lánaða hjá Ráðuneytinu” sagði Frú Weasley og ýtti Ginny og Harry út. ,,Hvar er Skakklappi?”sagði Harry og skimaði í kringum sig,,Og Hedwig?”
,,Þau eru úti í bíl”sagði Ginny og fór út. Harry tók koffortið sitt og fór líka út. Fyrir utan stóð tveir bílar.
,,Harry, Ron og Hermione, þið farið með þessum bíl” sagði Frú Weasley og benti á gulan lítinn bíl,,Ég Ginny og Arthur förum í hinum”
,,Hvar er pabbi?”sagði Ginny,,Ég hef ekkert séð hann síðan í gær.”
,,Hann er að koma” sagði Frú Weasley og kallaði inn :,,Arthur!”
Loksins kom Hr.Weasley og þau komust af stað. Ron, Hermione og Harry þögðu alla leiðina en sífellt heyrðist mjálm í Skakklappa og garg í Hedwig. Þeim líkaði ekki að vera í bíl.
Loksins komust þau á leiðarenda.
Þegar þau voru komin inn í lestina opnaði Lavender Brown dyrnar og bað um að fá að tala við Ron. Hermione leit á Ron þegar hann stóð upp en leit niður þegar hurðin lokaðist. Eftir smá stund heyrði Harry að hún var að gráta. ,,Hermione, er allt í lagi” sagði hann og sast við hliðina á henni. Fyrst svaraði hún ekki. Svo eftir smá stund sagði hún:,, Það er Lavender. Hún lætur hann aldrei í friði. Hún er búin að senda honum bréf í allt sumar. Ég hef séð þau. Hún er alltaf að biðja hann um að hætta með mér og byrja aftur með henni” sagði Hermione.
,,Hermione, þú ættir ekki að gráta út af því”sagði Harry og reyndi að hughreysta hana,,Hann vill hana ekki. Hann vill þig. Ég veit það”
,,Takk ,Harry” sagði Hermione og leit upp. Þau horfðust í augu í smá stund en svo leit Harry undan,,Þú ert góður vinur, Harry.”sagði hún svo. En Harry gafst ekki ráðrúm til að svara því Ron kom inn. Hermione flýtti sér að þurrka tárin og sagði:,,Hvað vildi hún?”
,,Æ, ekkert”svaraði Ron og fór að telja peningana sína. Hermione leit á Harry og hann sá að hún var með tárin í augunum.
,,Fjandinn”sagði Ron og þau litu bæði á hann,,Ég á ekki nóg fyrir meira en einum súkkulaðifrosk”
,,Ég get hjálpað…sagði Harry en komst ekki lengra því Ron greip fram í fyrir honum,,Nei, Harry ég vil ekki peningana þína, þetta er allt í lagi”

Ferðin gekk vel og margir komu að heimsækja þau. Neville Longbottom kom að sýna þeim nýju plöntuna sína. Lavender Brown kom aftur með Parvati Patil, Dean Thomas og Seumus Finnegan. Lavender og Hermione þögðu allan tímann.
,,Við ættum að fara að skipta um föt, við erum alveg að koma” sagði Ron og stóð upp. ,,Okei”sagði Hermione og stóð upp. Harry sá að hún var enn mjög leið. Ron var enn ekki búinn að taka eftir því.
Harry stóð upp en þá komu atburðir síðasta skólaárs upp í huga hans.
,, Farið þið bara, ég kem”sagði Harry.
,,Okei”sagði Ron og opnaði dyrnar. ,,Er allt í lagi, Harry?”sagði Hermione.
,,Já þetta er allt í lagi. Ég er bara með smá hausverk”sagði hann og stóð upp. Hann sá að Hermione ætlaði að segja eitthvað en hún hætti við og fór út.
Þegar þau voru tilbúin voru þau komin til Hogwarts. Þau fóru út úr lestinni og fóru að vögnunum. Allt gekk vel og engir skrýtnir hlutir gerðust eins, aldrei þessu vant. Þegar Harry gekk inní skólann kom upp í huga hans græna leiftrið og Dumbledore.Þau fóru í salinn og borðuðu. Ron og Harry settust á móti hvor öðrum. Ron til undrunar settist Hermione hjá Harry en ekki Ron. Lavender settist þá við hliðina á Ron og hvíslaði einhverju í eyra hans. Þá stóð Hermione upp og hljóp út úr salnum. Harry kallaði á eftir henni. Ron sat kyrr og hélt áfram að borða.
,,Ron!”sagði Harry,,Ætlarðu ekki að fara á eftir henni?” ,,Af hverju ætti ég að gera það?”svaraði hann,,Hún þurfti örugglega bara að fara á klóið”
Harry leit á Ron og sagði:,,Oh, meira að segja þú ættir að fatta hvað er í gangi” Svo stóð hann upp og hljóp út úr salnum á eftir Hermione.
,,Hermione! Hvar ertu?”kallaði hann. Einhvers staðar heyrði hann að einhver var að gráta. Hann fór þangað sem hann heyrði grátinn. Þar sat Hermione í hnipri úti í horni og grét.
,,Hermione”sagði Harry og sast við hliðina á henni,,Ekki gráta. Þú ert svo miklu betri en hún.” Harry fann að hann meinti þetta.
,,Takk Harry”sagði hún og hallaði sér upp að honum,,En af hverju kom hann þá ekki?”
,,Hann hélt að þú hefðir bara skroppið á klóið”sagði hann.
,,Einmitt þegar Lavender sast hjá honum? Hann er svo vitlaus.”sagði hún og Harry fann að hún skalf. Hún leit upp á hann og horfði beint í augun á honum. Lengi. Svo kyssti hún hann. Harry kyssti á móti. Þau heyrðu fótatak.
,,Harry!”sagði þessi rödd,, Hvað á ég að fatta?…” Þau hættu að kyssast. Þau litu upp. Ron stóð rétt hjá þeim og horfði á þau.
,,Harry, ég bjóst ekki við því að þú myndir niðurlægja mig svona”sagði hann og röddin skalf,, Ég sætti mig við það að þú sért frægur, ríkur og allir þekkja þig. En að þú takir stelpuna mína líka! Þetta mun ég muna svo lengi sem ég lifi.”
Svo fór hann í burtu, ekki í salinn heldur upp að Gryffindor setustofunni.
,,Æ, Harry. Hvað hef ég gert?”sagði Hermione,, Nú er ég búin að eyðileggja vináttu ykkar Ron”
,,Þetta er ekki þér að kenna”sagði Harry og stóð upp,, Þetta er allt mér að kenna”
Harry tók í hönd Hermione og hjálpaði henni upp.
,,Ættum við að elta hann?”sagði Hermione.
,,Nei, ég held ekki”sagði Harry,, Komum bara inn í salinn.”
,,En ,Harry. Hvað þýðir þetta?”sagði Hermione vandræðaleg.
,,Hvað?”svaraði hann. ,, Kossinn”sagði Hermione og leit niður.
,,Ég veit það eiginlega ekki”sagði Harry,, Við skulum tala um það seinna”
,,Allt í lagi þá” sagði hún og þau gengu inn í salinn. Svo settust þau niður og létu eins og ekkert hafi í skorist.,, Hvar er Ron?”sagði Lavender. ,,Ron, er hann ekki hér”sagði Harry og leit upp og lét eins og hann hafði ekkert séð hann,,Ég fór bara klóið.”
,,Nú?”sagði Lavender,, Ertu viss um að þú hafir ekki séð hann frammi?
,,Ne…” sagði Harry en komst ekki lengra því Hermione greip fram í fyrir honum. ,,Af hverju ætti þér ekki að vera sama?”sagði hún,,Ég er kærastan hans ekki þú!” Lavender greip um munninn og hljóp út úr salnum
,,Hva?”sagði krakki á 1. ári,,Vill enginn vera hérna inni í salnum? Er bölvun í honum eða hvað?”
Harry sá að Hermione sá eftir þessu. ,,Æ, ég hefði ekki átt að gera þetta”sagði hún í lágt. Harry hélt áfram að borða en Hermione var eitthvað lystarlaus.
Svo var krökkunum hleypt út án þess að neinn kennari eða skólastýran segði neitt um Dumbledore. Skólastýran sagði bara: ,,Verði ykkur að góðu og góða nótt”
Harry og Hermione fóru fyrst út og flýttu sér upp í setustofuna. Þar sátu Ron og Lavender og voru að tala saman. ,,Lavender, má ég tala við þig aðeins?”sagði Hermione og benti henni á að koma upp í stúlknasvefnsalinn. Þær fóru og skildu strákana tvo eftir. Ron sat og horfði í eldinn. Harry settist, en ekki hjá honum. Gryffindor krakkarnir komu inn og flest fóru upp í svefnsalina. Klukkan sló eitt. Þá voru þrír krakkar eftir í stofunni. Harry, Ron og stelpa á fyrsta ári.
,,Heyrðu, ert þú ekki Harry Potter?”sagði stelpan og leit á Harry. ,,Jú”sagði hann og leit á hana. Ron stóð upp með látum og ætlaði burt. ,,Vá, hvað klukkan er orðin margt”sagði stelpan og leit á úrið sitt,,En, ert þú ekki Ron Weasley?” Ron leit á hana.,,Hvernig þekkirðu mig?”sagði hann. ,,Þú ert rauðhærður og ert með freknur”sagði hún. Ron skildi ekki neitt í neinu. ,,Ég sá þig í Spámanntíðindum”sagði hún,,með Harry. Þú ert besti vinur hans” ,,Ó,”sagði hann,,svo þú þekkir með sem besta vin hans Harry Potters. Það er ég reyndar ekki. Ég þekki hann varla.” Stelpan ætlaði að segja eitthvað en Harry leit á hana með nei-ekki-núna- svip. Svo stóð hún upp og fór upp í stúlknasvefnsalinn.
Ron og Harry voru aftur einir.
,,Ron,”sagði Harry,,Þetta var ekki ætlunin. Þetta bara gerðist. Ég kyssti hana ekki, hún kyssti mig.”
,,Ha?”sagði Ron,,Ætlastu til að ég trúi því? Þú varst alltaf afbrýðissamur út í mig því ég átti kærustu en ekki þú.”
,,Það er ekkert þannig”svaraði hann,,spurðu bara Hermione. Talaðu við hana. Hún er hrædd um að þú viljir Lavender frekar. Hún hefur talað við mig um það. Sástu ekki hvernig hún var í lestinni?”
,,Hvernig var hún í lestinni?”spurði Ron,,Ég sá ekkert sem benti til þess að hún væri eitthvað leið eða eitthvað.”
,,Ekki?”sagði Harry,,Þá ertu heimskari en ég hélt þú værir.”
,,Ertu að segja að ég sé heimskur?”sagði Ron.
,,Ne…Ja….”sagði Harry vandræðalegur.
,,Æ, ég verð að bara að fá eitthvern svefn”sagði Ron,,Góða nótt” Ron hljóp upp stigann að svefnsalnum. Svo heyrði Harry að hurð var skellt.
Hermione gekk niður stigann. Lavender kom á eftir henni. ,,Eruð þið búnir að sættast?”sagði Hermione. ,,Hvað sýnist þér?”sagði Harry,, En, eruð þið búnar að sættast?” ,,Hvað sýnist þér?”sagði Lavender og brosti,,Ég ætla að fara að sofa. Góða nótt.” Lavender fór upp. ,, Ég kem rétt bráðum”kallaði Hermione á eftir henni. ,,Góða nótt”sagði Harry,,Það á eftir að vera erfitt að sættast við Ron.”
,,Já. Hann er svo þrjóskur.”sagði Hermione,,Ég ætla að fara að sofa. Við tölum saman á morgun, Okei?” Hermione kyssti Harry á kinnina og fór upp.
Harry stóð þarna í smástund og fór svo upp.



Ég vona að ykkur líki þetta:) Kemur annar kafli seinna.