Villur í 4. Harry Potter myndinni. Ég ákvað að drífa mig að skrifa um þessa 4. mynd hérna á huga til þess að fá útrás, ég ætla að byrja á persónum sem vöntuðu:

1. Húsálfinn Winky og starfsmannaeldhúsið.

3. Bertha Jorkins

4. Ludo Bagman.

5. og 6. Bill og Charlie Weasley.

7. Frú Weasley.

8. Öll skrímslin í völundarhúsinu (þetta sökkaði?!)

9, 10. og 11. Ginny, Dumbledore og Flitwick, þessi mynd drap Þau öll. :'( Ég varð rosalega hissa þegar Hermione birtist við hliðina á Lúnu! En neiii, það var Ginny. Svo maður tali ekki um Dumbledore! Allir gamlri bíómyndakallar hefðu verið betri, t.d. Sarúman eða Gandalf.

Staðreyndir / Villur

Sú staðreynd að Harry gaf Gred og George aldrei verðlaunapeningina svo…Í næstu myndum verða þeir allslausir og stofna enga búð?

Rita Skeeter gerði mikinn skaða sem var ekki leiðréttur fyrr en Hermione kom upp um að hún væri ólöglegur umbreytingur og notaði það á móti henni. Það var ekki gert í myndunum, Hermione kom aldrei upp um hana svo hún hefur ekkert vald yfir henni núna.

Þetta hérna er kannski ekki fullgilt en ég ætla að láta þetta koma fram samt; Þegar áhorfendurnir horfðu á þrígaldraleikana í annari og þriðju þrautinni þá sáu þeir ekki neitt af þrautinni! Þeir sáu fólkið stinga sér, biðu í klukkutíma, sáu þau koma uppúr! Víííííí, gaman. Og í þriðju biðu þau og biðu líka án þess að sjá neitt.

Í sumum atriðum myndanna var ekkert gler í gleraugunum á Harry (og kannski líka Ritu Skeeter líka, ég er ekki viss)


Persónur sem fengu ekki næga athygli (Mín skoðun):

Sirius Black; einar samræður við eldinn. engir fundir í Hogsmeade, enginn Sirius hjá Dumbledore, enginn Sirius í sjúkraálmunni.

Fleur og Krum sögðu svona 6 setningar allt í allt.

Madame Maxime og Harry ræddu ekkert um að vera hálfur risi.

Ef allt þetta sem allir spoilerar um einhvern í 6. bókinni segja satt um ákveðinn galdur sem gerði annað en hann átti að gera er satt þá klúðraði myndin því. (hehe, spoiler proof)

Annars var þessi mynd öll í henglum…