Ég var að lesa grein um nýju myndina, og allt fínt með það, á eftir að fara á hana, en allaveganna var að pæla…

Það stóð í greinninni að það gæti verið að Daniel og co. myndu ekki leika í einhverjum af myndunum vegna aldurs. Það er að segja, það er búið að bóka þau í 5. myndina, en það sé enn óljóst með hinar 2. Ég hef reyndar líka heyrt talað um þetta annars staðar og finnst það hreint út sagt ömurlegt. Mér myndi finnast það þvílíkt skemma myndirnar ef allt í einu væri einhver annar farinn að leika Harry!? Ég myndi allaveganna ekki fara á þá mynd.

Ég var að pæla hvort maður ætti ekki bara að boycott-a myndirnar ef þeir skipta um leikara (Þeir sem vita ekki hvað boycott þýðir, það er þegar stór hópur af fólki neitar að t.d. fara á mynd, kaupa plötu eða eitthvað þess háttar og er yfirleitt í mótmælaskyni)
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson