Ég var að hugsa um daginn í sambandið við þessa Horcruxa. Margir hafa sagt að Harry gæti verið Horcrux og ég hef verið að pæla svolítið í því.
Svo um daginn var ég að hugsa:
Kannski var Harry horcrux en þegar Voldemort notaði blóð úr honum í 4. bókinni, ætli hann hafi þá notað þann hluta af sálinni sem hann geymdi í Harry?

Reyndar finnst mér þetta vera bull þegar ég hugsa út í þetta en mér finnst samt allt í lagi að senda þetta inn. Plís, engin skítaköst, þetta er bara hugmynd þó að þetta standist ekki alveg!