Cecilia Naber og Eldörninn 1.kafli Draumurinn Hún var uppi á jökli.Horfði yfir óendanlega ísbreiðuna.Það var nótt og eina birtan kom frá fullu tunglinu.Hún leit upp í himininn.Hún sá ótrúlega bjartan eld,hann kom nær og nær.Þá sá hún að þetta var fugl ,eldfugl.Það var eins og það væri kviknað í honum.En hann brann ekki.Hann kom beint á móti henni,færðist nær jörðu og lenti.Það snarkaði í eldinum. Hann byrjaði að tala með kvenrödd.Röddin var bæði fögur,dularfull og draugaleg.Hún skildi ekki það sem hann sagði,vissi ekki hvort það væru orð.Hún gekk nær,nær.Hún var aðeins metra frá honum…





Cecilia lá í rúminu sínu.Þetta var ábyggilega í miljónasta skipti sem hana dreymdi þetta.Hún leit á vekjaraklukkuna á náttborðinu.Hún sýndi 11:23.Einkver sparkaði í hurðina.“Vaknaðu sefnpurka,við erum að fara til Mario frænda”æpti tvíburabróðir hennar,Larry.“Ég kem ekki með”öskraði Cecilia á móti.

“Mamma ,Ceca kemur ekki með” sagði Larry. Hún var oftast kölluð Ceca.“Ceca mín,ertu viss um að þú viljir ekki koma með”sagði mamma hennar. “Já ég er 100% viss”.

Þegar foreldrar hennar og Larry og Alex sem var litli Ceciliu og Larrys og var 11 ára voru farin til Marios fór Cecilia niður á jarðhæðina.

Þá heyrði hún í póstlúgunni og fór fram í andiri.Hún leit niður á gólfið.Þar lágu 6 bréf.Eitt bréfið var merkt Alex eitt merkt Larry og eitt merkt Ceciliu.Tvö bréf voru merkt Daniu Naber,mömmu hennar og eitt var merkt pabba hennar,Jhon Naber. Hún tók sitt bréf upp.Á því var mynd af erni,snáki,ref og ljóni umhverfis bókstafinn H.Hún opnaði það og í því stóð:



Kæra ungfrú C.F.C.Naber(Cecilia Faira Caly).Þitt 6 ár í Hogwarts-skóla galdra og seyða hefst þann 1 september.Hogwartshraðlestin fer frá King's Cross lestarstöðinni frá brautarpalli 9 3/4 klukkan 11:00.

Svo var líka listi yfir þær bækur sem hún þurfti að kaupa.

Cecilia fór upp í hebergið sitt,leit á uglubúrið uppi á hillu. Það var tómt. Uglan hennar Anette var enn úti. Hún hafði ekki komið heim í þrjá daga. Cecilia hefði samt engar áhyggjur af henni. Hún var oft lengi úti. Þá heirði hún bank á gluggann. Hún opnaði hann og Anette flaug inn með bréf í gogginum sem hún lét detta á gólfið. Cecilia tók það upp og opnaði það. Í því stóð:



Hæ Ceca

Vonandi er sumarfríið skemmtilegt hjá þér. Mitt er alla vega ömulegt. Harold gerir ekkert annað en að pirra mig og og mamma vill aldrei skamma hann. En hún skammar mig ef ég lem hann. Hann má allt af því “hann er svo lítill”. Hittumsmt í lestinni.
Wia


Cecilia,Larry,Alex og Dania fóru í Skástræti dagin eftir.Fyrst fóru þau í Gringottbanka.Larry og Alex voru skíthræddir en Ceciliu fannst mjög gaman í vagninum sem virtist keyra sjálfur. Þetta var eins og rússibani nema ekki alveg jafn klikkað. Þegar þau vagnin stöðvaðist sagði svartálfurinn:“ lykilinn” og Dania rétti honum hann. Hann opnaði fjárhirsluna. Hellingur af koparknútum ,silfursikkum og gullgallleonum voru útum allt gólf. Á sumum stöðum var hægt að vaða það upp að hnjám.

“Mamma,mér langar í nýjan kúst ”sagði Cecilia “Hvernig kúst viltu”sagði Dania “Eldingu,það er besti kústur sem er til”sagði Cecilia “Mér langar líka í Eldingu”sagði Larry “Þið fáið bæði Eldingu ef þið verðið stillt”sagði Dania “Ég vil líka Eldingu”sagði Alex “Fyrsta árs nemar mega ekki taka með sér kúst”sagði Dania “Já en mamma,ég þarf ekkert að taka hann með mér í skólan”sagði Alex “Jæja þá,þú færð líka.

Á meðan Alex fór með Daniu að kaupa skikkju fóru Cecilia og Larry í bókabúð og keyptu skólabækur. En Cecilia keypti líka bækurnar Draumaráðningar og Dularfullir fuglar. Cecilia fór síðan í skikkjubúðina Frú Malkin. Þar voru mamma hennar og Alex en þau tóku ekki eftir að hún kom inn. Hún ætlaði að finna eitthvað flott. Hún valdi ermalausa skikkju úr grænu efni. Þá sá hún nokkrar skikkjur sem hengu á stöng og voru glansandi og silfraðar. Hún tók eina af stönginni, hún var furðuleg viðkomu. Svona hliti að vera að koma við vatn ef það væri ekki blautt. Cecilia sá að hendin sem hélt á skikkjunni var horfinn,hún misti skykkjuna og hendin birtist aftur. Þá fattaði Cecilia hvað þetta var-huliðskikkja. Hún keypti báðar skikkjurnar og labbaði út þar sem hún beið eftir mömmu sinni. Hún ætlaði ekki að segja neinum frá huliðskikkjunni. Þegar mamma hennar og Alex komu út fóru þau og keyptu seyðpott handa Alex.

Loks voru þau búin að kaupa allt nema kústa og sprota fyrir Alex. Þau fóru í sprotabúðina Olliwander. Við ætlum að kaupa sprota fyrir hann sagði Dania og benti á Alex. Olliwander náði í kassa uppi á hillu,opnaði hann ,í honum var sproti sem hann rétti Alex.”Prufaðu þennan beikiviður og einhyrningshár. Alex sveiflaði sprotanum og allt filltist af reik.“Ekki gott ”sagði Olliwander og rétti Alexi annann sprota. Grænir neistar komu út úr sprotaendanum.“Þetta er þinn sproti,Hlynur og fjöður úr fuglinum Fönix. Þau borguðu sjö sikkur fyrir sprotan.

Þau fóru í Quaiddichgæðavörur og keyptu þrjár Eldingar. Síðan fóru þau heim.





Síðan kom 1 september.Þau keyrðu á King's Cross lestarstöðina og voru komin klukkan korter í 11.Þau gengu að vegnum milli brautarpalla 9 og 10.”Ceca,þú ferð fyrst“sagði Dania.Cecilia hljóp á vegginn og var allt í einu komin í gegn.Hogwartshraðlestin blasti við henni.Hún steig um borð í lestina,það var auðvelt að finna lausan klefa,hún hafði komið svo snemma.Hún renndi hurðinni frá tómum klefa,gekk inn og settist við gluggann.Þar beið hún eftir vinkonum sínum.Cecilia var í heimavistinni Slytherin,hún átti tvær vinkonur á þeirri vist sem hétu Winona Drew (Wia) og Zetanie Wingate (Zeta). Anette byrjaði að væla. Cecilia fór að kafa í töskunni sinni eftir uglunammi. Hún fann það og stakk því milli rimlana á búrinu hennar Anette. Wia og Zeta komu inn og hetu dótinu út í horn. Síðan settust þær á móti Ceciliu. Wia byrjaði að blaðra um helvítis bróður sinn. ”Hann er ellefu ára og mamma leifir honum að láta eins og smákrakki“. ”Hvað er að henni“. Svona blaðraði hún áfram þangað til konan með matarvagninn kom ”viljiði eitthvað stelpur“sagði hún.Þær keyptu sér helling af nammi,graskerskökur,fjöldabragðabaunir,súkulaðifroska og fleira. Cecilia reif upp pakka af fjöldabragðibaunum. Hún stakk einni gulri upp í sig en hrækti henni strax útúr sér ”oj pissubragð“. Wia og Zeta fóru að hlægja.”Hvernig veistu hvernig piss er á bragið“ sagði Zeta ”Hefurðu smakkað það.

“Mario plataði mig til að drekka piss þegar ég var 5 ára,sagði að það væri Mix” sagði Cecilia. “Hvað er Mix” spurði Zeta.

“Svona godrykkur ” sagði Cecilia “Þú hlítur að vita hvað gos er” “Auðvitað” sagði Zeta

Þegar þær voru búnar með súkkulaðifroskana og graskerskökurnar kom ljóshærð stelpa inn og sagði :“Þitt ættuð að skifta um föt,við verðum komin eftir tuttugu mínótur”.

Cecilia og co höfðu fengið þá hugmynd árið áður að reyna að komast að því hvað voru til margar tegundir af fjöldabragðabaunum. Þegar lestin stoppaði voru þær búnar að bæta á þessu á listan : Piss,cola,sveppir,bananar,laufblað,súkkulaði,smjör,tómatsósa, mjólk,votka,brauð,skyr,hákarl,laukur,vanilla,fiskur,epli,plast, jarðarber,gulrót,kál,grjónagrautur.

Lestin nam staðar á lestarstöðini í Hogsmeade og stelpurnar gengu út. Þær fóru upp í einn af vögnunum. Hún sá vákana. Hvern gat hún hafa séð deyja? Hún skildi þetta ekki. Hafði hún verið svo lítil að hún mundi ekki eftir því. Það hlaut að vera. Hún reif sig uppúr þessum hugsunum þegar Zeta sagði: “Litlu systkyni mín er að fara að byrja í Hogwarts,ég vona að kvikindið hann Ozzy lendi ekki í Slytherin,mér er sama hvar Emma lendir en Ozzy er óþolandi”.

“Allir litlir strákar eru óþolandi”sagði Cecilia. Vagninn stoppað fyrir framan kastalan og þær flíttu sér inn. Það var komin grenjandi rigning. Þær fóru inn í Stóra sal og settust við Slytherinborðið. Cecilia beið eftir að þessi flokkon byrjaði. Hún, Zeta og Wia voru allar spentar því þær áttu yngri systkini sem voru að byrja í skólanum. Zeta átti tvö. Fyrsta árs krakkarnir gengu inn með McGonagall í faraebroddi. Hún hélt flokkunarhattinum sem hún setti á þrífættan koll uppi á tröppunum. Flokkunarhatturinn fór að syngja lag sem Cecilia nennti ekki að hlusta á. McGonagall byrjaði að kallla upp nöfnin:

Aborn,Elizaber - ljóshærð stelpa labbaði upp tröppurnar og setti hattin á sig -Griffindor kallaði hatturinn og stelpan hljóp að Griffindorborðinu og settist niður.

“Drew,Harold” Wia starði á hann . RAWENCLOW

“jess”sagði Wia “Nú fæ ég að vera í friði fyrir honum”.

Felton,Edna -Slytherin

Grover,Witney -Griffindor

Morris,Richard-Hufflepuff

Nú hlaut Alex að vera þarnæst eða næst,frænka Ceciliu gæti verið á undan.

Naber,Agatha

Þetta var frænka Ceciliu.Það leið um það bil mínóta.

SLYTHERIN ´

Naber,Alex

Alex gekk að kollinum,skíthræddur.

SLUTHERIN.

“Jæja ,nú getur hann pirrað mig í allan vetur”sagði Cecilia. Syskyni Zetu voru enn eftir.Eftir langan tíma kallaði McGonagll

Wingate,Emma

Um leið og hún setti hattinn á sig kallaði hann SLYTHERIN

Wingate,Ozzy. “Hann má ekki lenda í Slytherin”sagði Zeta.

Nokkrar mínótur liðu,loks kallaði hatturinn

“HUFFLEPUFF”.

“Það fá þá allir frið nema ég” sagði Cecilia.

Dumbledore stóð upp og byrjaði að tala:“Nýji kennarin í Vörnum gegn myrku öflunum er Glasia Bandicoot” Gömul kona stóð upp og sumir klöppuðu. “Flich hefur lengt listan yfir bannaða hluti og nú telur hann 1243 hluti , ég vil að allir muni að bannað er að fara inn í forboðna skóginn. Það var ekki fleira ” sagði hann og settist niður. Hellingur af mat birtist á öllun borðunum. Cecilia fékk sér nokkur kjúklingalæri og kartöflur og í desert.

Eftir matinn elti Cecilia hina Slytherinkrakkana niður í setustofu Slytherin. Þau stoppuðu fyrir framan vegg og einn srtákurinn sagði leyniorðið (slanga). Veggurinn opnaðist og krakkarnir löbbuðu inn. Cecilia gekk upp stigan upp í svefnsal stúlknana. Hún opnaði hurð sem stóð á 6 árs nemar og gekk inn. Þar voru nokkur rúm og dótið hennar var við eitt. Hún lagðist í rúmið og dró tjöldin fyrir. Nú var hún aftur komin hingað.
Maybe this world is another planet's hell.