Ég var að átta mig á einu. Dumbledore heitinn var vörður leyndarmálsins fyrir Fönixregluna um hvar höfuðstöðvarnar eru. Hvað gerist þegar vörðurinn deyr?
Ég varð svolítið skelkuð fyrst þegar mér datt þetta í hug og sá fyrir mér heilan dráparaher ráðast inn en svo sá ég (ég var að kíkja í 5. bókina) að pabbi og mamma Siriusar höfðu sett öll hugsanleg varnar- og feluálög á húsið. Svo þegar það var gert að höfuðstöðvum Reglunnar bætti Dumbledore sínum við. Þannig að Hroðagerði er bæði vel varið og vel hulið þrátt fyrir að Fidielus álögin séu brostin.
En hvað ef þau eru enn í gildi og þau geta ekki boðið neinum fleiri í húsið?