Ég held að kenning um þetta hafi komið áður en þessi bók kom út en… hér hef ég merkilega víbendingu sem ýtir undir þetta.

Lily átti í ástarsambandi við Snape! Ég er næstum samfærður. Ef þið kíkið í kringum miðja bókina þá hittum við á töfradrykkjatíma hjá Harry… Muniði hvað hann Slughorne (eða hvað hann nú hét) var alltaf að segja hvað hann væri líkur mömmu sinni í tímunum… hann sagði ekki bara líkur hann talaði nánast um að hann væri eftirmynd mömmu sinnar og líkti honum ef mig minnir rétt líka við Snape. Var mamma Harrys ekki bara líka með bókina… lánaði snape henni ekki bara hana?

Ég er ekki hættur. Ef það sem ég segi gengur upp… getur þá verið að þetta sé tengt ástæðunni fyrir því að Dumbledore treystir Snape?Gæti þetta útskýrt útaf hverju Snape er svona illa við Harry, út af því að hann er barn konu sem hann elskaði en fékk ekki ásamt því að Harry er svo líkur Pabba sínum sem “stal” Lily?

Jæja nú er ég hættur en endilega seigið ykkar skoðun.