Er Harry Horcrux eða ekki?

Áður en ég byrja þá ætla ég bara að segja að þetta hljómaði mun betur þegar ég hugsaði það.

Og allar þessar pælingar byggjast á því að öllum hinum Horcruxunum hafi verið eytt.

Voldemort vissi um þann part spádómsins sem sagði að annar þeirra yrði að drepa hinn. Þess vegna gerði hann Harry að Horcrux svo að ef Harry dræpi hann, eða myndi reyna, þá gæti hann komið aftur og náð í sálina sína úr Harry(man ekki alveg hvernig Voldemort nær í sálina sína aftur úr Horcruxunum). Þá væri Harry svo veikburða að hann yrði auðveld bráð. Já, hann Voldi er snjall!

Þannig að Voldemort á eftir að koma aftur þó að hann verði drepinn nema að Harry deyi strax á eftir honum.

En ef að Harry deyr strax á eftir Voldemort sem gerir það að verkum að enginn Horcrux er eftir og Voldi verður bara svona veikburða en ekki dáinn, hvað verður þá um Volda. Deyr hann endanlega eða verður hann bara endalaust svona lifandi/dauður, án sálar. Er það hægt?

Og ætli Harry þurfi ekki að deyja á undan honum til að útiloka að Voldi geti haldið lífi.

Og hver á þá að drepa Volda!

Vá, ég var búin að skrifa helling um að þetta gengi ekki upp því að þá væir ómögulegt að drepa Volda. En svo áttaði ég mig á því að kannski deyr Voldi ekkert. Kannski er það Harry sem deyr og Voldi lifir.

En ætli Voldemort geti sætt sig við að lifa bara með einn Horcrux, þennan sem er inni í honum. Þá verður hann ekki ódauðlegur lengur og á endanum hlýtur einhver að geta drepið hann. Er Voldemort tilbúin til að fórna einum af Horcruxunum sínum til að sigra en taka um leið þá áhættu að geta ekki verið ódauðlegur lengur. Ég bara veit ekki!

En niðurstaða mín er, þrátt fyrir allt sem ég skrifaði að Harry sé ekki Horcrux. Mér finnst það bara ekki ganga upp, því að ég trúi því ekki að Voldi eigi eftir að vinna. Það hlýtur bara að vera eitthvað annað. Ég trúi því ekki nema þegar/ef ég les það í sjöundu bókinni!

En hvað finnst ykkur?

Kv. Cho

Vonandi skilduð þið þetta ;)