Í seinasta kaflanum í þriðju bókinni er Dumbledore að tala við Harry og hann er að segja honum að Pettigrew sé tengdur honum út af því að Harry “bjargaði lífi hans”… er þá ekki sama dótið í gangi á milli Snape og Harry þ.e.a.s Snape getur ekki gert Harry neitt af því að pabbi hans bjargaði Snape og svo dó hann og þá hætti þessi tenging að vera á milli James og Snape og er þá núna á milli Snape og Harry…

Og svo annað ég held að alment séð sé Snape ekki vondur hann er bara sjálfselskur… Hann heldur ekkert frekar með Voldemort heldur en Dumbledore… Draco átti að drepa Dumbledore, það var hans verkefni frá Voldemort og svo gerði Snape þetta “Unbreakable wow” við mömmu Draco þar sem hann lofaði henni að klára verkefnið sem Draco hafði fengið ef Draco næði því ekki sjálfur(ég fékk það á tilfininguna að hann hafi hikað aðeins á áður en hann samþykkti það). Þegar Draco beilaði gerði Snape það og var þar með með Voldemort í liði. Hefði hann ekki gert það hefði hann dáið út af þessu “unbreakable wow” dæmi. Þannig að það er ekkert víst að hann langi að vera með Voldemort í liði…
You Know Me!