Rosalega er ég pirruð út í eitt smáatriði í bókinni…og ég er ekki vön að pirrast útí svona smáhluti. Ég þurfti að stoppa, og lesa aftur yfir þegar ég sá að á einum stað í bókinni nálægt endanum minnir mig(er ekki með hana hérna, get ekki bent á blaðsíðu) var Defence Agains the Dark Arts einfaldlega skrifað sem DADA. Þetta kom bara einu sinni, en ég pæli bara, af hverju að gera þetta á þessum eina stað? Þetta fag er nefnt nógu oft í bókunum, þannig að ef það ætti einhverntíman að skamstafa það, hefði átt að byrja á því mikið fyrr..

En þá fór ég að pæla, Dumbledore's Army=DA, og þetta svo DADA. KANNSKI er JKR að benda okkur á eitthvað? Tek það fram að ég var MJÖG þreytt þegar mér datt þetta í hug, varð bara að klára bókina, þannig að þessi “kenning” gæti verið bull.
- MariaKr.