Jæja ég var að klára bókina í nótt og ég bara verð að fá að tjá mig!

Ég er ótrúlega vonsvikin yfir að Dumbeldore hafi dáið í þessari bók. Mér fannst einhvernveiginn eins og Dumbeldore og Harry ættu að drepa Voldemort saman.
En svo er ég búin að vera að sjá út um allt kenningar um það að Dumbeldore sé ekki dáinn og svoleiðis. Svo ég ætla að koma með mína kenningu!

Sko mín kenning er ekki að Dumbeldore komi aftur. Ég held að hann sé farin for good. En ég held hinsvegar að Sirius snúi aftur. Ef þið pælið í því, þá sá Hagrid t.d. líkið af Dumbeldore og svo var jarðarför og svoleiðis. Sirius datt í gegnum eitthvað hlið og veit einhver í raun hvað var á bakvið það? Kannski kemst hann útúr því eða kannski er hægt að snúa þeim göldrum eitthvað við.
Mér finnst þetta með Sirius vera svona eins og með Gandalf í Lord of the Rings (fyrir þá sem hafa lesið þær bækur, nú eða séð myndirnar).

En allavegana takk fyrir mig
Svo er maður sá er manngi ann, hvað skal hann lengi lifa?