16.júlí kom Harry Potter and the Half-Blood Prince loksins út. Ég hafði talið dagana (með mugglenet.com) síðan fyrir páskana og þegar ég stóð í röðinni sjálfri var ég svo spennt að ég hoppaði bókstaflega upp og niður af tilhlökkun, veinandi “Oh, my God, oh, my God” stanslaust. (Ég held að vinkona mín hafi skammast sín mjöög mikið).


Þegar ég fékk bókina loksins var ég svo fegin að ég hefði hlaupið heim ef ég hefði haft úthald í það (ég bý í hinum enda bæjarins og mig langaði ekki að sviti kæmi á yndislegu bókina mína).
En allavega, þá vitiði hversu mikið nörd ég er, núna ætla ég að tala um innihald bókarinnar, ef ykkur er sama.


Harry Potter and the Half-Blood Prince er mikið myrkari en hinar bækurnar en það er bæði vegna þess að Voldemort er aftur komin til valda á ný og allir eru skelfingu lostnir og vegna þess að Harry er að eldast.

Hann er orðinn sjálfstæðari, ákveðnari og þroskaðri. Hann er búin að jafna sig eftir lát Siriusar (að mestu allavega) og núna finnst mér eins og hann sé ekki eins mikið að leita að foreldra eða foreldraímynd eins og hann gerði áður.

Harry hefur þroskast mikið, eitt gott dæmi um það er í byrjun bókarinnar í Hogwartslestinni þegar einhver stelpa kemur og talar við hann og setur út á Nevillie og Lunu og hann ver þau eins og þau væru svalasta fólkið í lestinni eða bestu vinir hans. Þegar þetta gerðist í 5.bókinni (þegar Cho kemur og talar við hann þegar hann er með Nevillie og Lunu) skammast hann sín fyrir að vera séður með þeim. (Þetta dæmi gaf Rowling í einhverju viðtali sem ég las)


Draco breitist líka mikið, hann virkar grimdarlegri og miskunarlausari en þegar ég fékk að vita vandræðin sem hann er komin í vorkenndi ég honum aðalega.
Ég held að hann hafi ekki áttað sig á hversu hættulegt og óframkvæmalegt morðið sem hann átti að fremja var.
Í lok bókarinnar gat hann heldur ekki framkvæmt það, hann gat ekki drepið Dumbledore og það finnst mér sína að Draco er alls ekki tilbúinn til að verða Drápari strax.


Snape hinsvegar, hann er alveg tilbúin í það. Það að hann skuli hafa myrt Dumbledore, eina manninn (ja, næstum eina) sem var fullkomlega góður og heiðarlegur í gegnum allar bækurnar, manninn sem var stoð og stytta fyrir Harry og manninn sem trúði alltaf Snape hvað sem hver sagði, manninn verndaði Snape frá fangelsi, manninn sem..ja..þið vitið öll hvernig Dumbledore var..
Mér fannst þetta svo mikið svik og eiginlega hef ég ekki sætt mig við þetta. (ég er svona að vona að Snape hafi verið tvöfaldur, tvölfaldur njósnari sem var eiginlega í liði Dumbledores og að þetta hafi allt verið skipulagt til þess að hvorki Draco né Snape þyrftu ekki að deyja…frekar veik von kannski..)


Þau voru líka að tala um að loka Hogwartsskóla og það finnst mér hræðilegt. Ég sé einhvernvegin ekki Harry fyrir mér ráfandi um galdraheiminn í leit að hinum brotunum af sál Voldemorts í gegnum heila bók án nokkurra brjálaðra kennara, glápandi nemenda, eða kastalaveggja. Það yrði bara ekki Harry Potter bók á sama hátt.


Það eru bara tveir neikvæðir punktar sem ég finn í þessari bók (enda er fólkið hérna inná Harry Potter áhugamálinu kannski ekki rétta fólkið til að finna neikvæðar hliðar Harrys Potters).
Fyrsti punkurinn var að ég hefði viljað sjá meira af DA, Lupin og krökkunum í Huffelpuff.


Annar er sá að þetta er barnabók og mikið af hlutunum í bókinni eru alls ekki við barna hæfi .
Ég væri allavega ekki til í að vera foreldri og þurfa að lesa um heimilisofbeldi, kaldrifja morð, unglinga sem slefa oní hvern annan stanslaust(*hóst* Ron, Lavender *hóst*), galdramann sem slítur sálina sína í sundur til að verða eilífur (mér finnst það allavega ógeðsleg og ónáttúruleg tilhugsun), slagsmál og bara skuggaleg atriði eins og þegar starfsmaður Galdramálaráðuneitisins kemur í heimsókn til afa Voldemorts og mætir móðurbróðir sínum sem lítur út eins og eitthvað úr rammri forneskju og talar slöngutungu í þokkabót. Væruð þið til í það?


Para og ástarmálin í þessari bók voru næstum yfirþirmandi meðað við hinar bækurnar fannst mér. Hérna var alltaf eitthvað að gerast og í hinum bókunum var varla neitt. Samt fanst mér þetta alveg skemmtilegir kaflar sem ég væri ekki til í að sleppa.

Í lok bókarinnar var eitt frekar væmið augnablik þegar Harry sagði Ginny upp til þess að vernda hana fyrir Voldemort. Það var einn af þeim hlutum sem mér fannst að mættu vera betur skrifaðir.

Það kom mér líka á óvart hversu lágt Hermione lagðist þegar Ron byrjaði með Lavender. (bls. 293. (Hermione er að tala við Parvati um Slughornballið og Ron og Lavender eru við hliðiná þeim að kyssast.)

“Yes, I’m meeting Corma at eight and we’re-“ There was a noice like a plunger being withdrawn from a blocked sink and Ron surfaced. Hermione acted as though she had not seen or heard anything.
“-we´re going to the party together.”
“Comac?” said Parvati. “Comac McLaggen you mean?”
“That’s right,” said Hermione sweetly “the one who almost,” she put a great deal of emphasis on the word, “became Gryffindor Keeper.”
“Are you going out with him, then?” asked Parvati, wideeyed.
“Oh-yes-didn’t you know?” said Hermione with a most un-Hermione-ish giggle.
“No!” said Parvati, looking positively agog at this piece of gossip. “Wow, you like your Quidditch players, don’t you? First Krum, then McLaggen….”
“I like really good Quidditch players,” Hermione corrected her, still smiling. )

Þetta hefði kannski ekki verið neitt hræðilegt ef einhver annar hefði gert þetta en ég var bara hissa á Hermione því hún er svo heiðarleg , alltaf að kenna og skamma Ron og Harry ef þeir gera eitthvað af sér.


Allt í allt fannst mér bókin frábær, betri en Fönixreglan en allt öðruvísi en bók 1-3.
Born to talk - forced to work