Jæja þá er maður loksins búinn að vinna sig í gegnum þessar 600 síður…


Þetta er án efa versta Harry Potter bókin.

Það skín í gegn að JK. Rowling er að ganga frá lausum endum og koma hlutunum í horf fyrir þann endi sem hún hefur (vonandi) hugsað sér að hafa á Harry Potter seríunni.

Eins og allir vita þá deyr einhver, hver “the half blood prince” er á vonandi eftir að skipta einhverju máli í næstu bók því það gerir það ekki í þessari.

Titillinn passaði enganveginn eins og titillinn “Stardust” á matreiðslubók.

Fyrir mínar sakir þá er ég frekar vonsvikinn yfir innihaldi bókarinnar og vona innilega að það sem komi fram í henni eigi eftir að skipta virkilega miklu máli í þeirri næstu… því ef ekki þá er óhætt að sleppa því að lesa hana.